Fréttablaðið - 25.09.2008, Side 28

Fréttablaðið - 25.09.2008, Side 28
 25. september 2008 FIMMTU- DAGUR 4 Ein helsta ástæðan fyrir offituvandanum sem hrjáir Vestur- landabúa stafar af of stórum matarskömmtum. Sumir mæla því með að borða fimm til sex litlar máltíðir á dag, nota minni diska og fá sér einu sinni að borða til að vinna bót á því. Heimild: 500 hollráð „Íþróttahreyfingin hefur því miður ekki lagt nógu mikla áherslu á aldurshópinn yfir fimm- tugu, sem líka þarf að hreyfa sig og fá tíma í húsum. Þetta aldurs- skeið hefur meira og minna gleymst í umræðu um heilsurækt, og hreyfingu aðallega beint að börnum, yngra fólki og svo aftur á elliheimilum. Þá er það orðið svo- lítið seint því auðvitað er mikil- vægt að halda sér í góðu formi alla ævi,“ segir Margrét Bjarna- dóttir íþróttafræðingur hjá Íþróttafélaginu Glóð í Kópavogi. Glóð var stofnað 2004 vegna þess að sárlega vantaði starf fyrir þá sem eru komnir vel yfir fimm- tugt, að sögn Margrétar. „Það er eina íþróttafélagið sem hefur að kjörorði að vanda til fæðuvals, en hreyfing og holl fæða stuðla að góðri heilsu. Einu sinni í mánuði fáum við fyrirlesara fyrir okkar félagsmenn og erum með fasta tíma í ringó, hringdönsum og línu- dansi.“ Margrét segir fríska hópa eldra fólks starfa innan íþróttafélags- ins og sumir sé komnir vel yfir áttrætt. „Maður sér á þeim sem hefja reglubundna hreyfingu og bæta fæðuval sitt á þessum aldri hvað þeim líður vel og gjörbreyt- ast. Fólk getur gert svo ótrúlega mikið sjálft þegar kemur að bættri heilsu og margt sem breyt- ist til batnaðar hjá fólki sem komið er með áunna sykursýki, kransæðasjúkdóma eða beinþynn- ingu,“ segir Margrét, sem einnig leggur ríka áherslu á innihald ísskápa hjá ömmum og öfum þessa lands. „Ömmurnar þurfa að vanda hvað til er í ísskápnum þegar barnabörn koma í heimsókn því sykurstuðull er farinn upp úr öllu valdi og þarf ekki síður að predika yfir hinum fullorðnu en börnum. Allir þurfa að vanda sig og eldra fólk sérstaklega að gæta hófs í fitu- eða sykurríku fæði.“ Undanfarið hefur Íþróttafélag- ið Glóð gert víðreist til að kynna kastíþróttina ringó. „Ringó byggir að mestu á blak- reglum en notaður er hringur í stað bolta. Spilað er á blakvelli og liðsskipan sex til fjórir hvor sínu megin við netið. Börn og eldra fólk kýs gjarnan að æfa á badmin- tonvelli því þar er netið lægra, en annars er netið 2,24 metrar á hæð, eins og í blaki. Íþróttin var fyrst kynnt á Ólympíuleikunum 1962 en hefur síðan notið mikilla vinsælda í Evrópu, Bandaríkjunum og Kan- ada, en undanfarin ár hafa Norð- urlönd komið sterkt inn. Þetta er skemmtilegur leikur sem allir í fjölskyldunni geta spilað saman og kynslóðirnar bæta hvor aðra upp. Börnin eru eldsnögg að kasta en hinir eldri seigari að grípa.“ thordis@frettabladid.is Ungir kasta, eldri grípa Íþróttafélagið Glóð í Kópavogi var stofnað til að bjóða fjölbreytta hreyfingu og hvetja til heilnæms fæðuvals fyrir landsmenn sem komnir eru vel yfir fimmtugt en félagið er þó opið öllum aldurshópum. Margrét Bjarnadóttir íþróttafræðingur kennir frísku fólki ringó og hringdansa mörg- um sinnum í viku. Hér er hún með heimilishundinum Spora. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI HÓMÓPATÍA og önnur heilsutengd þjónusta, heilsu- og óþolsmælingar, orkujöfnun, fyrirlestrar, námskeið og heilsuvörur eru á boðstólum í Heilsu- höndinni í Borgartúni 33. Hægt er að fá ýmsa þjónustu í gegnum netið fyrir þá sem búa úti á landi eða eiga ekki heimangengt. Sjá www.heilsuhondin.is. Útsölustaðir: Heilsuhúsið, Maður Lifandi, Yggdrasill, Fjarðakaup Lífsins lind í Hagkaup, Hagkaup Smáralind, Lyfja, Lyfjaval, Krónan, Blómaval, Nóatún Hafnarfirði og Heilsuhornið Akureyri. Vegna einstakra gæða nýtur SOLARAY sívaxandi virðingar og trausts um allan heim Alþjóðleg ráðstefna “Healing The Healers” GRÆÐUM GRÆÐARANN MÁTTUR ORKUNNAR 3.-5. október 2008 Ertu bara líkami eða kannski eitthvað miklu meira ? Sæktu innblástur og fróðleik í smiðju heimsþekktra og reyndra fagaðila eins og Les Moore, náttúrulæknis og frumkvöðuls í Integrative lækningum, Brian Dailey, skurð-og bráðalæknis i New York og Daníels J. Benor, geðsálfræðings og höfundar „Healing research“ Ráðstefnan er haldin að Hótel Kríunesi við Elliðavatn Nánari upplýsingar um ráðstefnuna og fyrirlestra er að finna á www.simnet.is/arnarljos Skráning: radstefnuskraning@gmail.com eða í síma: Lilja 699-0858, Þóra 896-8521 allir velkomnir Umbo›s- og sölua›ili Birkiaska ehf. sími: 551 9239 www.birkiaska.is Birkiaska

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.