Fréttablaðið - 25.09.2008, Síða 34

Fréttablaðið - 25.09.2008, Síða 34
 25. SEPTEMBER 2008 FIMMTUDAGUR4 ● vísindavaka 2008 Eyðing koltvísýrings af manna- völdum er talin ein af aðaláskorun- um vísinda nútímans. Binding kol- tvísýrings sem kalsíumkarbónat í föstu formi í basalti getur verið efnavarmafræðilega langvarandi, sem og umhverfisvæn lausn. Háskóli Íslands, Orkuveita Reykjavíkur, Columbia-háskól- inn í Bandaríkjunum og CNRS í Toulouse í Frakklandi hafa gert með sér samning um að standa saman að þróun tækja og lausna fyrir bindingu koltvísýrings í berggrunn. Verkefnið felst í nið- urdælingu koltvísýrings á niður- rennslissvæði Hellisheiðarvirkj- unar, fjölþættri rannsóknarvinnu, ásamt jarðefnafræðilegum líkana- gerðum. Viðfangsefni rannsóknarinnar „Við eldumst öll“ eða „Líkams- og heilsurækt aldraðra – íhlutunarrannsókn til bættrar heilsu og betri lífsgæða“ er að kanna líkamsástand og heilsufar 70 ára og eldri á höfuðborg- arsvæðinu og í sveitarfé- laginu Árborg. Fjöldi þátttakenda í rann- sókninni er 173 og er meðal- aldur þeirra 78 ár. Mark- mið rannsóknarinnar er að kanna hvort sértækar íhlut- unaraðgerðir í formi þjálf- unar, næringarráðgjafar og fræðslu í sex mánuði geti stuðlað að bættri heilsu, betra líkamsástandi og bættum lífsgæðum og lífs- stíl meðal hinna eldri. Rannsóknin stendur nú yfir, hófst á vormánuðum 2008 og lýkur í júlí 2009. Eftirfylgni- mælingar verða síðan framkvæmdar einu ári eftir að íhlutunar- og þjálfunartíma lýkur. Við eldumst öll Rannsóknin við eldumst öll hófst síðast- liðið vor og lýkur í júlí 2009. Verkefnið felst í niðurdælingu koltvísýrings á niðurrennslissvæði Hellisheiðar- virkjunar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Niðurdæling koltvísýrings í jarðveg Í Háskóla Íslands verður sýnt hvernig mæla má eðlisfræði- legar stærðir með nemum og koma gögnum yfir í tölvutækt form. Sjálfvirkar stýringar vélbúnaðar byggja á því að hægt sé að mæla ástand umhverfis. Er hægt að meta ástand véla án þess að taka þær í sundur? Er hægt að meta ástand þeirra án þess að vera á staðnum? Hvað með umhverfi þeirra? Búnaður sem leysir þetta er mikil vægur þegar ætlunin er að fylgjast með eða stjórna vélbúnaði. Til að afla þessara upplýsinga er hægt að velja úr alls konar nemum svo sem hita-, titrings-, hljóð-, og þrýstingsnemum. Á bás iðnaðarverk- fræði, vélaverkfræði og tölvunarfræði Há- skóla Íslands verður sýnt hvernig mæla má eðlisfræðilegar stærðir með nemum og koma gögnunum yfir í tölvutækt form. Frekari úrvinnsluaðferð- ir eru síðan notaðar til þess að túlka upplýsingarnar og stýra vél- búnaði. Vélbúnaður sem sér sjálfur um að vinna úr og taka ákvarðanir út frá þessum upplýsingum er oft sagður búa yfir gervigreind. Tölvu- stýringar á vélbúnaði verða sí- fellt fullkomnari og notkun þeirra eykst. Til dæmis eru tölvustýrðar innspýtingar komnar í stað blönd- unga og bílum er læst með fjar- stýringum og rafmótorum. Ástæður fyrir vinsældum tölvu- stýrðs vélbúnaðar eru margar og meðal helstu kosta er hversu hversu ódýr hann er, léttur og þarfnast lít- ils viðhalds. Rafmagnsmótorar eru mikið notaðir til þess að færa vélhluti frá einum stað yfir á annan. Stýr- ingar og reglun á rafmótorum skipta miklu máli varðandi virkni búnaðar, til dæmis verða hreyfing- ar rykkjóttar ef mótor er keyrður á fullu afli og stöðvaður snögglega. Á bás IVT verður sýnt hvernig má nota PC-tölvu til þess að stýra hreyfingum rafmótors (servo) sem notaður er til þess að færa vatnsglas frá einum stað yfir á annan. Sýnt verður hversu miklu máli góðar stýringar skipta, það er hvernig mismunandi stillingar geta breytt hegðun kerfis. Áhorf- endur munu geta fengið að prófa búnaðinn. Merkileg mælitækni og sjálfvirk stýritækni Tölvu- stýr- ingar á vélbúnaði eru sífellt að verða full- komnari og notkun þeirra að aukast. Til dæmis eru tölvustýrðar innspýtingar komnar í stað blöndunga og bílum er læst með fjarstýringum og rafmótorum. NORDICPHOTOS/GETTY Þessi risavaxna vélknúna könguló er gott dæmi um sjálfvirka stýritækni. Kóngulóin var nýlega til sýnis í Liverpool. NORDICPHOTOS/ AFP Rannsóknarteymi CLARA-verkefnisins mun gefa áhugasömum innsýn inn í nýstárlegt markaðsrannsóknatól á internetinu sem hátæknisprotafyrirtækið Collective er að þróa í samvinnu við Háskóla Íslands, Rannís, Sony og The Coca-Cola Company. CLARA-teymið er að gera til- raunir með notkun PlayStation 3-tölva til gagnagreininga, þar sem þær búa yfir miklu reikni- afli sem hentar vel fyrir þá sér- hæfðu gagnavinnslu sem fer fram innan CLARA-kerfisins. Á Vísindavöku mun teymið sýna hvernig tólf samtengdar leikja- tölvur geta hjálpað við að lesa gríðarlegt magn af texta á stutt- um tíma. Playstation-tölvur lesa internetið Athyglisvert er hve hundahald þróaðist með ólíkum hætti í Noregi og á Íslandi þrátt fyrir sameiginlega forsögu. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓBERT REYNISSON Vísindavakan er fyrir alla fjöl- skylduna og fá heimilishundar sína eigin rannsókn. Þverfagleg samvinna Norska dýralæknaháskólans og mann- fræðings við Háskóla Íslands snýst um hundahald í Noregi og á Íslandi. Það þótti áhugavert að gera þennan samanburð vegna þess hve hundahald þróaðist með ólíkum hætti í löndunum tveim- ur, þrátt fyrir sameiginlega for- sögu. Hundahaldið var skoðað út frá sögulegum heimildum og hvernig því er háttað í samtíma. Norski dýralæknirinn Heidi Sjetne Lund gerði tvær vett- vangskannanir sem hvor um sig tóku eitt ár, eina á Íslandi 2005 og 2006, og aðra í Noregi 2006 og 2007 og er sagt frá niðurstöð- um hans á Vísindavökunni. Samanburður á þróun hundahalds

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.