Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.09.2008, Qupperneq 38

Fréttablaðið - 25.09.2008, Qupperneq 38
Wild Combination: a Portrait of Arthur Russell Russell var mjög góður músíkant og forvitnilegur karakter, skrítinn einfari og heimilsleysingi sem samdi hreint magnaða tónlist. My Winnipeg Búin að heyra mikið og margt gott um hana frá fólki í kringum mig. Grunar líka að það gæti verið einhver skemmtileg Íslandstenging, enda Maddin Vestur- Íslendingur og Winnipeg miklar Íslendingalendur. Í skugga hinnar helgu bókar Túrkmenistan er skrítnasta land í heimi og Túrkmenabashi var einn skrítnasti leiðtogi sögunnar, það ætti að vera forvitnilegt að skyggnast á bak við tjöldin þar. Svo er það finnskur leikstjóri sem gerir myndina, finnskur húmoristi getur varla klikkað með svona efni í höndunum. Getur þú ímyndað þér 8 mínútna útgáfu af „Gone With The Wind“? Löngu fyrir daga VHS og Beta varð fólk að láta sér lynda að horfa á kvikmyndir heima hjá sér á Super 8mm formi. Stundum voru myndir í fullri lengd klipptar niður í 8 mínútur (án samþykkis leikstjórans) og sýndar þannig. Upplifunin er eins og að horfa á mjög langan treiler. Páll Óskar á vafalaust landsins stærsta safn af Super 8mm spólum og mun sýna úrval 8 mínútna útgáfum af klassískum Kung Fu myndum frá áttunda áratugnum á borð við Fists of the Double K (1973) með Jackie Chan, The Hong Kong Connection (1979), Godfathers of Hong Kong (1974), Thunder Kick (1973), og hina gullfallegu Enter the Dragon (1973) með Bruce Lee (60 mín). Minna mas, meiri hasar. Spennið beltin fyrir besta partíbíó ársins, 2. október kl. 21:00 í Bæjarbíói, Hafnarfirði. Pylsur, popp og kók í anddyri, eins og í alvöru „Grindhouse“ bíó. „Hann er yngsti 77 ára maður mannkynssögunnar.“ Þannig lýsir Teri McLuhan leikstjóri David Amram, sem semur tónlistina í mynd hennar Óbyggða-Gandhi. Myndin verður sýnd þrisvar á hátíðinni en auk þess verður Amram með sérstaka friðartónleika í tengslum við heimsfrumsýningu á myndinni hérlendis þar sem hann fær Pétur Grétarsson í lið með sér. Á dagskrá verður etnógrafískur djass og þeir félagar taka meðal annars djassútgáfu af Hani, krummi, hundur, svín, enda á Amram myndarlegt safn af íslenskum lögum. Rétt eins og leikstjórinn Teri McLuhan hefur hann heimsótt þessi landamærasvæði Pakistan og Afganistan enda ferðast mikið á sínum 77 árum og tileinkað sér tónlistarstíla víðsvegar að úr heiminum. Hann hefur auk þes skrifað tvær minningabækur, Vibrations og Upbeat: Nine Lives of a Musical Cat. Fjölhæfni hans líkur þó ekki þar, því hann hefur einnig verið þekktur fyrir að semja rímandi lagatexta á staðnum á miðjum tónleikum. Það kemur í ljós í Ráðhúsinu mánudagskvöldið 29. september hvort hann tekur upp á því hér, en tónleikarnir hefjast kl. 20.00. Aðgangur ókeypis. Þú þarft ekki fimm háskólapróf til að koma á Bílabíó, bara bílpróf (eða keyrandi vin) og miða. Í Bílabíóinu gefst hátíðargestum tækifæri að endurnýja kynnin við sódómíska Reykjavík tíunda áratugarins í Sódóma Reykjavík eftir að hafa skotist út á land með þríeykinu óaðskiljanlega úr Dagvaktinni, en annar þáttur Dagvaktarinnar verður frumsýndur samhliða sýningum í sjónvarpinu. Svo er aldrei að vita nema það verði eftirpartí í Dúfnahólum 10. Íslenskur húmor eins og hann gerist bestur á útsöluverði fyrir utan Kringluna. Bílabíóið fer fram á annarri hæð Kringlubílastæðisins, 28. september kl. 20:00. Öllu hljóði sýningarinnar verður útvarpað á tíðninni 91.9. Miðaverð er 1000 kr. á hvern bíl. Allt um kvikmyndatónlist Tónlist og kvikmyndir skarast sífellt oftar og nýta sömu framleiðslu- og kynningarrásir. Samt virðast þeir sem áhuga hafa á þessum geirum eða starfa í þeim vera illa upplýstir um hvað fer fram hinumegin borðsins. Til að byggja brýr þar á milli hefur Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík ákveðið að blása til ráðstefnu undir heitinu Sound on Sight. Ráðstefnan fer fram í Norræna húsinu fimmtudaginn 2. október frá kl. 10:00 – 15:00. Þar munu tíu vel þekktir innlendir og erlendir fagaðilar ræða málin af innsæi í þremur ólíkum en náskyldum umræðum. Í fyrstu lotunni er farið ofan í nýlega bylgju tónlistarheimildamynda með velgengni Heima Sigur Rósar sem útgangspunkt. Meðal þátttakenda eru Brad Abramson, varaforseti VH1 í Bandaríkjunum, Hanno Plate sem starfar við ritstjórn hjá EuroArts, sjónvarpsstöð sem sýnir helst heimildarmyndir um klassík og djass, Kári Sturluson, hérlendur umboðsmaður Sigur Rósar og Finni Jóhannsson frá TrueNorth sem framleiddi myndina. Í annarri lotu er fjallað um „sándtrökk“ – hvernig þau hjálpa til við að selja myndir og öfugt – og hvernig nýjir dreifingarmöguleikar hafa breytt landslaginu. Eric Michon frá Universal Music, sem annaðist m.a. útgáfu tónlistarinnar úr Amélie, miðlar sinni reynslu og einnig Thomas Jamois, sem starfar fyrir Naïve sem hefur gefið út tónlistina úr Lost in Translation, Be Kind Rewind, Fight Club og Inland Empire. Þá mun þekktur íslenskur kvikmyndaleikstjóri ræða sína sýn á þetta fyrirbæri. Að lokum verður fjallað sérstaklega um réttindamál þegar tónlist og kvikmyndir eru annars vegar og þar munu m.a. tala Mikkel Maltha, sem hefur annast tónlistarmál fyrir Zentropa í Danmörku við framleiðslu á Dogville og Dancer in the Dark, Veigar Margeirsson, sem er tónskáld í Hollywood sem vann m.a. að Iron Man og No Country for Old Men, og Elisa Luguern sem starfaði lengst af hjá EuropaCorp - framleiðslufyrirtæki Lucs Bessons. Hún hefur m.a. unnið að Three Burials of Melquiades Estrada, Taxi 3, Taxi 4 og Colour Me Kubrick. Hilmar Örn Hilmarsson tónskáld setur ráðstefnuna. Fullt ráðstefnugjald er 15.000 krónur en fyrstu 15 meðlimirnir í STEF (FTT og TÍ) sem skrá sig fá ókeypis aðgang. Örfá sæti eru eftir af þessum fimmtán. Eftir það fá þeir aðgang á 5.000 kr. Meðlimir í FÍH fá aðgang á 5.000 krónur. Nemar fá 50% afslátt. Hádegismatur og kaffi er innifalið í verðinu. Sendu póst á register@riff.is hafirðu fyrirspurnir eða viljir skrá þig. Huldar Breiðfjörð rithöfundur Hvað ætlar þú að sjá? Kung Fu og Páll Óskar Friðartónleikar með kornungum gamlingja Sódómískt Bílabíó á milli vakta Teipið gengur And Rolling Δ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.