Fréttablaðið - 25.09.2008, Síða 42

Fréttablaðið - 25.09.2008, Síða 42
 25. SEPTEMBER 2008 FIMMTUDAGUR8 ● vísindavaka 2008 Rannís óskar vísindamönnum til hamingju með 26. september 2008 en dagurinn er tileinkaður vísindamönnum í Evrópu Við minnum á Vísindavökuna 2008 í Listasafni Reykjavíkur föstudaginn 26. september Allir velkomnir! Vatn er ein helsta auðlind heims. Vatn er ein merkasta auðlind í heimi. Aðgangur að hreinu vatni hjálpaði til við borgarmyndun og skiptir ótrúlega miklu máli fyrir almenna velferð mannfólksins í heiminum. En hvernig vitum við hvort vatnið er hreint og drykkj- arhæft? Á Vísindavökunni mun umhverfis- og byggingarverk- fræðideild Háskóla Íslands fjalla um helstu aðferðir við að greina vatnsgæði. Gæði drykkjarvatns á mismunandi stöðum í heimin- um verða skoðuð, og dæmi nefnd um mengun vatnsbóla og hvað sé hægt að gera til þess að fyrir- byggja slíkt. Vatnsgæði Meðal annars kom fram í alþjóðlega rannsóknarverkefninu „Heilsa og lífskjör skólanema“, að íslenskum unglingum líður að jafn- aði betur í skólanum en til dæmis unglingum í Finnlandi sem þó hafa náð öfundsverðum árangri á sviði menntunar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Háskólinn á Akureyri mun á vísindavöku þetta árið leggja sérstaka áherslu á alþjóðlega rannsóknarverkefnið Heilsa og lífskjör skólanema. Háskólinn á Akureyri kynnir nið- urstöður úr alþjóðlegu rannsókn- arverkefni er varðar heilsu og lífskjör skólanema. Fyrstu niður- stöður þessarar rannsóknar voru kynntar í sumar og vöktu þá tals- verða athygli og kannski ekki að furða þar sem efnið snertir mjög marga. Meðal annars kom fram að ís- lenskum unglingum líður að jafn- aði betur í skólanum en til dæmis unglingum í Finnlandi sem þó hafa verið taldir ná öfundsverð- um árangri á sviði menntunar. Einnig þótti mörgum fréttnæmt að íslenskar unglingsstúlkur eru í þriðja sæti meðal þjóða í könn- uninni þegar kemur að því að hafa stundað kynlíf. Fræðimenn sem starfað hafa að rannsókninni munu verða á staðnum og ræða við þá sem vilja vita um hvaðeina sem við kemur heilsu og lífskjör- um skólanema á Íslandi. En ekki gefst aðeins kostur á að kynnast niðurstöðum rannsókna við HA heldur munu nemendur í hjúkrun- arfræði bjóða gestum og gangandi að mæla hjá þeim blóðþrýsting og blóðsykur og huga þannig að sinni eigin heilsu. Heilsa og lífskjör skóla- nema á alþjóðavísu Jarðhiti kallast það er heitt vatn og gufa kemur upp úr jörðinni á svokölluðum jarðhitasvæð- um. Á Vísindavökunni munu Ís- lenskar orkurannsóknir – ÍSOR athuga hvernig slík svæði eru rannsökuð, bæði til að auka vitn- eskju okkar um eðli þeirra og til að fylgjast með nýtingu þessara svæða. Á vísindavökunni mun ÍSOR sýna hvernig hægt er að nema varmaútgeislun með mynda- vél sem er næm á innrauðar bylgjur og sýnir því upplýsing- ar um hitastig svipað og venju- leg myndavél sýnilegt ljós. Hita- innrauðar myndir nýtast vel við jarðhitakortlagningu, við eftir- lit með svæðum og eða þar sem jarðvegur byrgir sýn, svo eitt- hvað sé nefnt. Úr borholum er einnig hægt að fá upplýsingar um hitastig neðar úr jarðskorp- unni en það er gert með því að skoða bergið og greina steindir þess í smásjá. Steindir endurspegla samsetn- ingu bergs og hita. Þær eru því nokkurs konar hitamælar sem segja til um hita sem búast má við niðri í jörðu. Huliðsheimur jarðhitans Þeistareykir. Íslenskar orkurannsóknir - ÍSOR munu athuga hvernig jarðhita- svæði eru rannsökuð. FRÉTTABLAÐIÐ/VÖLUNDUR Stofnun fræðasetra Háskóla Ís- lands er rannsókna- og þjónustu- stofnun sem heyrir undir Há- skólaráð. Stofnunin starfrækir átta rannsókna- og fræðasetur á landsbyggðinni og er vettvang- ur samstarfsverkefna háskól- ans við sveitarfélög, stofnan- ir, fyrirtæki, félagasamtök og einstaklinga utan höfuðborgar- svæðisins. Markmið stofnunar- innar eru m.a. að skapa aðstöðu til rannsókna um land allt, auka möguleika almennings til menntunar og styrkja tengsl Háskóla Íslands við atvinnu- og þjóðlíf. Á Vísinda- vöku má nálgast kynningarefni um rannsóknir og starfsemi á vegum Stofnunar fræðasetra HÍ. Fræðasetur Háskóla Íslands um land allt Ísafjörður. Háskóli Íslands er meðal ann- ars með fræðasetur á Vestfjörðum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.