Fréttablaðið - 25.09.2008, Side 44

Fréttablaðið - 25.09.2008, Side 44
 25. SEPTEMBER 2008 FIMMTUDAGUR Sérfræðingar Össurar hf. munu kynna CTi® spelkuna og Unload- er One® spelkuna á Vísindavöku. CTi-spelkan er sérstaklega hönnuð til notkunar sem stuðn- ingur eftir liðbandaáverka og er einnig notuð af íþróttafólki um allan heim í forvarnaskyni. CTi-spelkan hentar meðal ann- ars þeim sem iðka vatnasport, vetrarsport og mótorkross. Að auki hentar spelkan ökumönnum mótorhjóla. Unloader One-spelkan veitir nýja möguleika við meðferð á slitgigt í hnjám og er sérstaklega hönnuð til þess að draga úr álagi á slitna liðfleti. Hún veitir hnénu stuðning og dregur úr verkjum. Unloader One hentar þeim sem þjást af langvarandi slitgigt. Báðar spelkurnar eru árangur þróunarstarfs hjá Össuri hf. þar sem efni á borð við koltrefjar og sílikon eru notuð til að hámarka gæði og veita notendum stuðn- ing og öryggi til að viðhalda heil- brigðum lífsstíl. Bætt lífsgæði með spelkum til stuðnings Fyrirtækið Össur hefur höfuðstöðvar sínar á Íslandi en starfsstöðvar í Bandaríkjun- um, Kanada, Hollandi, Bretlandi, Svíþjóð og Ástralíu og er með umfangsmikið net dreifingaraðila á öðrum alþjóðlegum mörkuðum. MYND/ÚR EINKASAFNI VÍSINDI Í VERKI Vísindaþekking og rannsóknir hafa verið megingrundvöllur í starfsemi Alcoa allt frá upphafi. Hjá Alcoa Fjarðaáli starfar fjöldi háskólamenntaðs fólks í ýmsum greinum og myndar gefandi vísindasamfélag. Fyrirtækið leggur mikla áherslu á endurmenntun og sýnir í verki þá staðreynd að spurningar og svör vísindamanna hafa verið og halda áfram að vera grunnur að framförum á flestum sviðum. Allar afurðir Alcoa Fjarðaáls ganga í gegnum ströng próf á rannsóknastofu álversins. Styrkir til vinnustaðakennslu og námsefnisgerðar www.si.is í fyrirtækjum SI Umsóknarfrestur er til 1. október. Nánari upplýsingar er að finna á www.si.is. Framtíð iðnaðar veltur á menntun og mannauði. Aukin þekking gefur iðnaðinum takmarkalaus tækifæri til vaxtar, nýsköpunar og útrásar. Mikilvægt er að nemendum í iðn- og starfsnámi standi til boða námsefni og kennsla við hæfi. SI auglýsa eftirfarandi styrki lausa til umsóknar: • Styrkir til námsefnisgerðar í greinum sem varða iðnað • Styrkir til vinnustaðakennslu í fyrirtækjum SI Umsóknarfrestur er til 1. október. Nánari upplýsingar er að finna á www.si.is. Umsóknarfrestur er til 1. október. Nánari upplý ingar er að finna á www.si.is.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.