Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.09.2008, Qupperneq 54

Fréttablaðið - 25.09.2008, Qupperneq 54
28 25. september 2008 FIMMTUDAGUR Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Stefán Einar Stefánsson rafverktaki, Breiðabliki 3, Neskaupstað, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað mánudag- inn 22. september. Útförin verður auglýst síðar. Ása Stefánsdóttir Bergþóra Stefánsdóttir Elmar Halldórsson Guðný Stefánsdóttir Þuríður Stefánsdóttir Björn Kristjánsson Aldís Stefánsdóttir Rúnar Gunnarsson Þóra Stefanía Stefánsdóttir Karl Gunnar Eggertsson barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, Guðrún Aðalheiður Arnfinnsdóttir Dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, lést sunnudaginn 21. september. Útför hennar fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn 26. september kl. 14.00. Ragnar Hallvarðsson, Guðrún Hallvarðsdóttir, Jón Sævar Hallvarðsson Jóhanna Arnbergsdóttir Halla Guðrún Hallvarðsdóttir Ásgeir Samúelsson Arnfinnur Hallvarðsson Guðrún Berta Guðsteinsdóttir Einvarður Hallvarðsson og ömmubörn. Elskulegur eiginmaður minn, tengdasonur, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Haraldur Sigurjónsson Gullsmára 9, áður Álfhólsvegi 24A, Kópavogi, lést laugardaginn 20. september á lungnadeild Landspítalans í Fossvogi. Útförin fer fram frá Digraneskirkju föstudaginn 26. september kl. 13.00. Rannveig Leifdóttir Leifur Eiríksson Sveinbjörg Haraldsdóttir Guðlaugur Kristinsson Jóhanna Helga Haraldsdóttir Eiríkur Ingi Haraldsson Bryndís Reynisdóttir Íris Elva Haraldsdóttir Elín Björg Haraldsdóttir Sveinn Ragnar Jónsson barnabörn og langafabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, Arnfríður Róbertsdóttir Dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, áður til heimilis að Furulundi 1c, andaðist á Dvalarheimilinu Hlíð 17. september. Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 26. september kl. 13.30. Herborg Káradóttir Geir Örn Ingimarsson Pálmi Kárason Stefán Kárason Margrét Haddsdóttir Steindór Kárason Jóna Þórðardóttir og ömmubörnin. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Birgir Valdemarsson Huldugili 8, Akureyri, lést mánudaginn 22. september. Kolbrún Theódórsdóttir Björgvin Birgisson Gunnhildur Einarsdóttir Þóra Guðný Birgisdóttir Harpa Birgisdóttir og barnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Guðrún Guðmundsdóttir, áður til heimilis á Tjörn, Stokkseyri, sem lést á Fossheimum Selfossi að morgni 20. september, verður jarðsungin frá Stokkseyrarkirkju laugardaginn 27. september kl. 15.00. Guðmundur Baldursson Helga Snorradóttir Sigríður Sigurðardóttir Elías Þór Baldursson Þóra Bjarney Jónsdóttir Erna Guðrún Baldursdóttir Jónbjörn Þórarinsson Hrönn Baldursdóttir Kristinn Karl Ægisson Freyr Baldursson Rósa Matthíasdóttir Aðalbjörn Þ. Baldursson Ásta Stefánsdóttir Magnús Björn Baldursson Íris Mjöll Valdimarsdóttir Skúli Baldursson Ingunn G. Magnúsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Móðir okkar, tengdamóðir og amma, Ásthildur Guðrún Gísladóttir Königseder lést úr hjartaáfalli á heimili sínu 13. september. Hún verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík mánu- daginn 29. september kl. 15.00. Már Wolfgang Mixa Kristín Loftsdóttir Halla Guðrún Mixa Jörg Albert Königseder Mirijam Wolfgruber Mímir, Alexía og Sól. Bróðir okkar, Þorsteinn Jónsson (Denni) vélstjóri frá Ísafirði, Arnarhrauni 18, Hafnarfirði, sem lést á Landspítalanum 19. september, verður jarð- sunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði föstudaginn 26. september kl. 11.00. Fyrir hönd systkina, Þorleifur Ófeigur Jónsson. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, Guðmundur Valdimarsson frá Fjalli, Efri-Brúnavöllum, Skeiðum, lést á heimili sínu miðvikudaginn 17. sept. sl. Útför hans fer fram frá Skálholtskirkju föstudaginn 26. sept. kl. 14.00. Áslaug Björt Guðmundardóttir Guðfinna Auður Guðmundsdóttir Jón Finnur Hansson Auður Sif Sigurðardóttir, Steinn Hermann Sigurðarson, Fróði Guðmundur Jónsson, Erla Mekkín Jónsdóttir, Bára Björt Jónsdóttir, Tinna Kjartansdóttir. timamot@frettabladid.is Hríseyingurinn Sigurður Pétur Högnason opnar sýningu á 17 nýjum akrýlmyndum í Galleríi Sævars Karls í Bankastræti í dag klukkan 17. Hún stendur í eina viku. Þetta er sölusýning og Sigurður hefur ákveðið að styrkja SPES barnahjálp með 30 prósentum af andvirði hverrar seldrar myndar. Kveðst hafa heillast af því óeigingjarna starfi sem samtökin vinni í hinu fátæka Afríkuríki Tógó. „Samtökin bjarga börnum sem eru borin út og finnast á götum. Þau byrjuðu smátt með átta börn en nú held ég þau séu komin með um hundrað svo þetta er orðin heilmikil starfsemi,“ lýsir hann. Sigurður kveðst hafa heillast af Hrísey og flutt þangað fyrir átta árum, ásamt konu sinni, Elínu Jóhannesdóttur. „Við búum í Njálshúsi og ég byggði vinnustofu við hliðina sem ég kalla Gallerí Njálshús. Þar uni ég mér vel og spila músík á fullu. Sem sést í myndunum. Það liggur nærri að konan mín verði að nota sömu aðferð og bændakonurnar, að taka rafmagnið af útihúsinu svo bónd- inn skili sér í mat!“ Spurður hvernig standi á því að listamenn sæki til Hríseyjar svar- ar Sigurður. „Hrísey er góð til list- sköpunar,“ Bætir svo við dulúðug- ur. „Þar erum við í næsta nágrenni við eina mestu orkustöð landsins, fjallið Kaldbak og á austanverðri eyjunni er magn- aður orkublettur.“ Undanfarin ár hefur Sigurður Pétur sótt viðfangsefni sín í fjörur og grjótnámur og séð út úr þeim ýmsar kynjaverur. Nú kveðst hann mála meira abstrakt eftir frjálsri línu og fanga augnablikin. Annars er hann rafvélavirki að mennt og starf- ar við það fag sem verktaki. „Ef það bilar rafmótor í Héð- insfjarðargöngum eða einhvers staðar hér fyrir norðan þá er hóað í mig,“ segir hann hlæjandi. Kveðst ekki hálærð- ur í listinni og láta allar stefnur lönd og leið. „Afkomendur mínir hafa bætt upp menntunarleysi mitt. Jónborg dóttir mín er myndlistarkona á Akureyri og elsti sonur hennar, Sigurð- ur Eggertsson myndlistarmaður, var tilnefndur til sjónlistar- verðlaunanna í liðinni viku.“ - gun STYRKIR SPES: SÝNIR HJÁ SÆVARI KARLI Tónlist í myndunum HEILLAÐIST AF HRÍSEY Sigurður Pétur Högnason kveðst hafa heillast af Hrísey og flutti þangað fyrir átta árum. Þar málar hann listaverkin. MYND/ÚR EINKASAFNI Þennan dag fyrir fimmtíu árum náðu Íslendingar fyrsta fiski- skipinu á sitt vald í nýbyrjuðu þorskastríði við Breta. Það voru varðskipin Óðinn og María Júlía sem tóku togarann Paynter þar sem hann var við ólöglegar veiðar úti af Vestfjörðum. Tund- urspillirinn Diana sem gætti landhelgisbrjótanna fékk leyfi til að fara með veikan mann inn til Patreksfjarðar. Togar arnir áttu að fara út fyrir landhelgi á meðan en Paynter virti þau fyrirmæli að vettugi og kastaði vörpunni. Þá lagði Óðinn að honum og setti nokkra menn um borð og var þeim mætt með bareflum. Þá kom María Júlía að með aukinn liðsafla. Stimpingar urðu en ekki veruleg meiðsl. Lauk átökunum með því að varðskipsmenn tóku við stjórn togarans og bjuggu sig undir að færa hann til hafn- ar. Þá komu fyrirmæli frá Land- helgisgæslunni um að sleppa togaranum þar sem svo liti út sem Íslendingar hefðu notfært sér leyfi herskipsins til að leita hafnar. ÞETTA GERÐIST: 25. SEPTEMBER 1958 Fyrsti togarinn tekinn WILLIAM FAULKNER RITHÖFUND- UR FÆDDIST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1897. „Að lifa í þessum heimi í dag og vera á móti jafnrétti vegna kynþáttar eða litar- háttar er eins og að búa í Alaska og vera á móti snjó.“ William Faulkner var frá Miss- issippi. Hann hlaut bók- menntaverðlaun Nóbels árið 1949. Meðal verka hans sem þýdd hafa verið á íslensku eru Griðastaður og Ljós í ágúst.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.