Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.09.2008, Qupperneq 58

Fréttablaðið - 25.09.2008, Qupperneq 58
32 25. september 2008 FIMMTUDAGUR menning@frettabladid.is Sex sýningar, fimm einka- sýningar og ein samsýning, verða opnaðar í listamanna- húsinu StartArt við Lauga- veg í dag. Á sýningunum kennir ýmissa grasa; þar verður meðal annars boðið upp á innsetningu, ljós- myndir, olíumálverk og skúlptúra. Í Forsal Startart fer fram sýningin Qualia, en hún er samsýning Ragn- hildar Stefánsdóttur og Kristínar Reynisdóttur. Útgangspunktur Kristínar og Ragnhildar í þessari sýningu er hugtakið Qualia, en það hverfist um virkni skynjunarinnar. Þær stöllur vinna út frá því að skynjun sé oft samspil ytri og innri veruleika og að upplifun eins sé ekki sú sama og upplifun annars. Qualia er innsetning í rýmið þar sem himnur, belgir, orkupunktar og líffæri tengja hið innra og ytra. Á Loftinu verður opnuð sýning Björns Birnis, Frá útmánuðum og vori. Björn Birnir hefur lengi verið virkur í hérlendu myndlistarlífi; hann lauk námi frá Myndlistar- deild Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1952 og fór svo í fram- haldsnám til Bandaríkjanna. Björn hefur haldið fjölda einkasýninga víða um heim, til að mynda í Kan- ada, Bandaríkjunum og Svíþjóð, en hér á landi hefur hann meðal ann- ars sýnt á Kjarvalsstöðum og í Norræna húsinu. Þetta er fyrsta sýning hans í StartArt. Í Austursal niðri opnar Björn Valdimarsson sýningu sína Portrett af róbótunum mínum. Þetta er fyrsta myndlistarsýning Björns, en hann hefur starfað við grafíska hönnun og margmiðlunarhönnun. Hann nam þó myndlist við Mynd- lista- og handíðaskóla Íslands á átt- unda áratug síðustu aldar og hefur því drjúga reynslu á því sviði. Í Vestursal niðri opnar Gréta S. Guðjónsdóttir ljósmyndasýning- una Dúna. Á sýningunni má sjá myndir sem Gréta tók af ömmu sinni á árunum 2001-2007. Gréta nam ljósmyndun í Hollandi og hefur starfað sjálfstætt sem ljós- myndari frá því árið 1996. Hún hefur tekið þátt í samsýningum Blaðaljósmyndarafélags Íslands og Ljósmyndarafélags Íslands, en Dúna er fyrsta einkasýning henn- ar. Sýningin Leyfi nr. 814 verður opnuð í Vestursal uppi. Á henni má sjá ljósmyndir Kristveigar Hall- dórsdóttur af hópi hreindýraveiði- manna á ferð um fjallshlíðar í Geit- hellnadal. Kristveig lauk námi frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1993 og fór svo í framhalds- nám til Noregs. Sýningin í StartArt er sjötta einkasýning hennar. Í Austursal uppi verða opnaðar sýningar Ásu Ólafsdóttur og Þór- dísar Öldu Sigurðardóttur. Sýning Ásu nefnist Hringekja ´08 og má á henni sjá myndir sem unnar eru með blandaðri tækni á vatnslita- pappír. Ása hefur áður haldið fjöl- margar einkasýningar og einnig tekið þátt í samsýningum hér heima og erlendis. Sýning Þórdísar nefn- ist Söguþráður og eru verkin á henni nú jafnframt framhald af syrpu verka sem Þórdís hefur unnið að undanfarin ár. Á sýning- unni má sjá lágmyndir og skúlptúr sem Þórdís hefur unnið úr alls kyns bandi, þráðum og aflóga hlutum. Sýningarnar verða opnaðar kl. 17 í dag og standa yfir til 29. októb- er. StartArt listamannahús er á Laugavegi 12b. vigdis@frettabladid.is Sex sýningar í litlu húsi AMMA DÚNA Ljósmyndasýning Grétu S. Guðjónsdóttur verður opnuð í StartArt listamannahúsi á morgun. Kórinn Vox academica er að hefja sitt 13. starfsár. Vox academica er blandaður 60 manna kór skipaður tónlistarmenntuðu fólki og þrautreyndum kórsöng- vurum. Æfingar eru einu sinni í viku, á þriðjudags- kvöldum og fyrsta mánudag hvers mánaðar. Markmið kórsins er að vinna stærri verk tónbók- menntanna með íslenskum tónlistarmönnum og reyndum kórsöngvurum og takast á við stór og krefjandi kórverk. Á komandi starfsári hyggst kórinn flytja Carmina burana eftir Carl Orff, á tónleikum þann 22. nóvem- ber nk., og Elijah eftir Felix Mendelssohn á vordög- um, en þessi verk eru bæði meðal veigamestu verka kórbókmenntanna. Kórinn hefur það síðan að markmiði að flytja h-moll messu J.S. Bach haustið 2009. Undanfarin ár hefur kórinn lagt áherslu á að flytja stærri verk kórbókmenntanna. Kórinn hefur t.d. nýlega flutt Messías eftir Händel, Deutsches requiem eftir J. Brahms og Requiem eftir W.A. Mozart. Síðastliðið vor flutti kórinn hið stórfenglega meistaraverk Requiem eftir G. Verdi í Hallgríms- kirkju við frábærar undirtektir. Stjórnandi kórsins og stofnandi hans er Hákon Leifsson. Hann stjórnaði Háskólakórnum um árabil og er m.a. organisti í Grafarvogskirkju. Hákon hefur komið fram með fjölmörgum tónlistarhópum á Íslandi, þeirra á meðal Sinfóníuhljómsveit Íslands, Jón Leifs Camerata, Caput hópnum og fleirum. Hann kennir kórstjórn við Tónskóla Þjóðkirkjunnar, en hluti skólastarfsins þar er nú hluti af námsvettvangi Listaháskólans. Vegna verkefna þessa starfsárs þurfum við nú að bæta við fólki í eftirfarandi raddir: sópran, tenór og bassa. Söngvurum sem áhuga hafa á því að taka þátt í framangreindum verkefnum er bent á að hafa samband við: Þóru Passauer (voxacademica@gmail. com, 899-7579), Þórarinn Jónsson (th.jons@centrum. is , 897-1257), Hákon Leifsson (hakon@vortex.is). Frekari upplýsingar um kórinn má finna á heimasíð- unni http://voxacademica.net. Vox vantar raddir VOX AKADEMICA Verdi-tónleikar 2008. Kl. 22 Glaumbar býður upp á svokallaða bítbox-tónleika í kvöld kl. 22. Þar kemur fram hljómsveitin Open mic, en meðlimir hennar eru þeir Gísli Galdur Þorgeirsson á trommur, plötu- spilara og hin ýmsu hljóðfæri, Samúel Jón Samúelsson á básúnu og slagverk, Arnljótur hinn mikli á bassa og gítar og Steinar Sigurðarson á saxófóna og slagverk. Aðgangur er ókeypis. Tvíburasysturnar Gunnhildur og Brynhildur Þórðardætur opna sýninguna Prjónaheimur Lúka í sýningarrýminu Torginu á Þjóðminjasafni Íslands á laugardag kl. 14. Sýningin er framhald af samnefndri sýningu sem haldin var við góðan orðstír í apríl í galleríBoxi á Akureyri. Systurnar skipa listadúóið Lúka Art & Design sem var stofnað haustið 2004. Þær hafa undan- farið verið í samstarfi við fyrirtækið Glófa sem tók að sér að prjóna munstur sem þær hönn- uðu sérstaklega fyrir íslensku ullina. Hugmyndin að munstrinu er unnin út frá lakkrískonfekti og lakkrísreimum og hafa þær systur búið til inn- setningu út frá vörum sem unnar eru úr þessu munstraða ullarefni. Systurnar stefna svo á að fara utan með sýninguna næsta vor á vegum Útflutningsráðs Íslands. Brynhildur er lærður textíl- og fatahönnuður frá Listaháskóla Íslands og Leeds University. Gunnhildur er menntuð í listasögu, fagurlistum og liststjórnun frá Listaháskólanum í Cambridge. Vörur Lúka Art & Design verða bæði til sölu og sýnis í safnbúð Þjóðminjasafnsins. Sýningin stendur til 12. október. - vþ Lakkrís og prjónaskapur SKAPANDI SYSTUR Brynhildur og Gunnhildur Þórð- ardætur skipa listadúóið Lúka Art & Design. > Ekki missa af... Funheitri sýningu á argent- ínskum tangó í Gyllta salnum á Hótel Borg í kvöld kl. 22.30. Dansparið Matias Facio og Claudia Rogowski er búsett í Buenos Aires og Berlín. Þau halda sýningar á báðum stöðum, kenna og skipuleggja tangóviðburði og ferðast um á hátíðir víðs vegar um heiminn til þess að sýna og kenna. Húsið verður opnað kl. 21.30 og miðaverð er 1.500 kr. Ástin er diskó, lífið er pönk Hallgrímur Helgason Ekki missa af eldfjörugum söngleik sun. 28/9 örfá sæti laus Klókur ertu, Einar Áskell Bernd Ogrodnik Heillandi og krúttleg brúðusýning fyrir yngstu börnin sun. 28/ 9 þrjár sýningar, örfá sæti laus Nánar á www.leikhusid.is Skilaboðaskjóðan Þorvaldur Þorsteinsson og Jóhann G. Jóhannsson Geysivinsælt ævintýri fyrir alla fjölskylduna! sun. 28/9 kl. 14 örfá sæti laus Engisprettur Biljana Srbljanovic Einstakt tækifæri, aðeins fimm sýningar! fös. 26/9, lau. 27/9 örfá sæti laus Opið kort Áskriftarkort Forskotskort Þú sparar í allan vetur! Kortasalan í fullum gangi ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Þjóðleikhúsið Miðasala í síma 551 1200 og á www.leikhusid.is Söngkonan Hanna Þóra Guð- brandsdóttir kemur fram ásamt píanóleikaranum Antoníu Hevesi á tónleikum í Tónbergi, sal Tón- listarskólans á Akranesi, á sunnu- dag kl. 15. Tónleikarnir nefnast Ástin í Biblíunni, en nafngiftin er til komin vegna þess að á fyrri hluta tónleikanna verður fluttur ljóðaflokkurinn Söngvar úr Ljóðaljóðum eftir Pál Ísólfsson. Ljóðaljóðin eru eflaust einn þekktasti texti Biblíunnar, enda lýsa þau kærleikanum á milli manns og konu á fagran hátt. Þau eru sögð vera það fegursta og yndislegasta sem nokkru sinni hefur verið fært í letur. Seinni hluti tónleikanna verður svo helgaður aríum, dúettum og tríóum eftir tónskáld á borð við Puccini, Dvorák, Delibes, Mozart og Rossini. Til þess að koma tón- listinni fyllilega til skila munu þær Hanna og Antonía fá til liðs við sig söngvarana Sólveigu Sam- úelsdóttur og Jón Svavar Jósefs- son. - vþ Sungið um ástina HANNA ÞÓRA GUÐBRANDSDÓTTIR Kemur fram á tónleikum á Akranesi á sunnudag.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.