Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.09.2008, Qupperneq 66

Fréttablaðið - 25.09.2008, Qupperneq 66
40 25. september 2008 FIMMTUDAGUR Norðlenska útgáfufyrirtækið Kimi Records hyggur á landvinn- inga í Skandinavíu á næstunni. Fyrsta platan sem kemur þar út verður Bat Out of Hellvar með hljómsveitinni Hellvar og á eftir henni fylgja plötur með hljóm- sveitunum Klive, Hjaltalín, Benni Hemm Hemm og Morðingjarnir. Sænski dreifingaraðilinn Dotshop mun aðstoða Kimi Records við dreifingu platnanna. „Þetta er kröftugt og virkt fyr- irtæki í þessari indítónlist og við erum að fókusera á þennan jaðar- markað,“ segir Baldvin Esra Ein- arsson hjá Kimi Records. Á næsta ári vonast hann síðan til að geta gefið út nýjar plötur fyrirtækisins samtímis hérlendis og í Skandin- avíu. „Markmiðið er að stilla útgáfufyrirtækinu ekki upp sem íslensku fyrirtæki í skand inavískri útrás heldur sem skandinavísku fyrirtæki,“ segir hann. Næstu útgáfur Kimi Records hérlendis eru nýjustu plötur Reykjavík! og Retro Stefson. - fb folk@frettabladid.is BALDVIN ESRA EINARSSON Baldvin Esra hyggur á landvinninga í Skandinavíu með fyrirtæki sitt Kimi Records. > TILNEFND Í FRÆGÐARHÖLL Hljómsveitirnar Metallica, The Stooges og Run DMC hafa verið tilnefndar til innvígslu í Frægðarhöll rokksins á næsta ári. Gítarleikarinn Jeff Beck, söngkonan Wanda Jackson og diskósveitin Chic eru einnig á meðal þeirra sem koma til greina. Þeir fimm flytjend- ur sem fá flestar tilnefningar hljóta inngöngu í Frægðarhöllina, sem er í Cleveland í Banda- ríkjunum. Aðeins þeir listamenn sem eiga að baki 25 ára útgáfusögu geta komist í Frægðarhöllina. Á meðal þeirra sem hlutu inngöngu á síðasta ári voru Madonna, John Mellencamp og Leonard Cohen. Kimi til Skandinavíu Þrettán ára íslensk stúlka, Birna Gústafsson, situr fyrir í nýjasta hefti frétta- tímaritsins Time. „Hún er með umboðsmann í New York sem hringdi í hana í maí og þá fór hún í prufutöku ásamt nokkrum öðrum stúlkum. Hún var svo valin ásamt einni annarri stúlku, en svo enduðu þeir með að nota bara myndirnar af Birnu,“ segir Edda Gústafsdóttir, móðir Birnu Gústafsson, þrettán ára íslenskrar stúlku sem birtist í nýjasta tölublaði banda- ríska fréttatímaritsins Time. Myndirnar birtust með grein undir yfir- skriftinni „The truth about teen girls,“ þar sem fjallað er um hvort unglingsstúlk- ur séu að fullorðn- ast of snemma nú til dags. Birna hefur meðal annars fengist við fyrirsætustörf fyrir Barbie og Sam- sung. Hún hefur verið búsett ásamt foreldrum sínum í Connecticut frá því að hún fædd- ist, en Magnús Gústafsson, faðir Birnu, hefur starfað sem aðalræð- ismaður Íslands í New York undan- farin þrjú ár. „Hún fór til New York og var heilan dag í tökum fyrir Time. Það var þvílíkt umstangið með föt, skó og skartgripi sem var komið með í stúdíóið allan daginn frá klukkan átta um morguninn til sjö um kvöldið,“ útskýrir Edda. „Birna hefur voðalega gaman af fyrirsætustörfum og leiklist. Hún hefur haft það sem svona aukastarf með skól- anum og ballettinum sem er númer eitt hjá henni, en hún hefur verið í ball- ett frá því að hún var þriggja ára í New Eng- land Academy of Dance,“ segir Edda. alma@frettabladid.is Íslensk stúlka á forsíðu Time ÓLÍK ANDLIT ÆSKUNNAR Myndirnar tvær sem birtust af Birnu í tímaritinu Time er heldur ólíkar, en á hægri myndinni er hún heldur fullorðinslegri en á þeirri vinstra megin. Í myndatextanum stendur að hún sé ellefu ára, en Birna var 12 ára þegar myndirnar voru teknar. Að auki birtist tilvísun í greinina á forsíðu blaðsins. BALLETT Í UPPÁHALDI Birna hefur verið búsett í Bandaríkjunum frá því hún fæddist og stundað ballett frá þriggja ára aldri. Hringdu í síma ef blaðið berst ekki
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.