Réttur - 01.06.1915, Blaðsíða 4
10 -
Þetta tímarit hygst að vinna hlutverk sitt einkum á tvenn-
an hátt:
í fyrsta lagi með því að kynna þjöðinni skoðanir þeirra
manna, sem mest þykir um vert, og frekast valda straum-
hvörfum í félagslífi þjóðanna. Og í öðru lagi á þann hátt,
að benda hreinlega og hispurslaust á það sem aflaga fer í
félagslífi íslendinga og óréttlátt virðist; og leitast við að
samrýma það bezta úr reynslu annara þjóða í samvinnu-
og skipulagsmálum, innlendum staðháttum.
Pjóðfélagsskipulagið verður að laga eftir velferðar- og
hagsældarkröfum fjöldans. Heimspekingurinn Leibnitz seg-
ir: »Réttlæti hins vitra manns verður að kærleika og er
fólgið í því að skifta gæðunum réttilega, gefa hverjum sitt
— leyfa hverjum eitistökum að neyta allra hæfileika sinna
í réttu hlutfalli við aðra.« Og ennfremur að hinsannaham-
ingjufýsn sé fólgin í vaxandi fullkomnun, en fullkomnunin
er falin í því, að auka kraftana, eða koma samræmi á þá. *
Rær skipulagsreglur, sem fullnægja bezt þessari skýringu
á »réttlætinu« og samræma helzt kraftana, eru allar jafnað-
arstefnur, sem jafna réttindunum og skifta auðnum milli
einstaklinganna.
F*ær hafa aðallega komið fram í þrennu lagi:
Fyrsta er jatnaðarmenskan (samtök socialista), sem helzt
hefir ofurlítið verið skýrt frá í blöðum hér á lahdi.
Verkamannafélögin eru einn þáttur hennar.
Annað er kenning Henry George’s um breytingar á skatta-
fyrirk,omulaginu, og skýrt er frá á öðrum stað í rit-
inu. Hennar hefir varla verið getið hér áður, svo
teljandi sé, í blöðum eða ritum; að minsta kosti ekki
til að útskýra verulega í hverju hún væri fólgin.
Priðja er samvinnustefnan. Hún er alþektust og hefir
mest verið reynd í einstöku greinum, einkum á verzl-
unar- og viðskiftasviðinu.
Þaö þarf ekki að útskýra í hverju hún er fólgin,
* Samanber >Vesturlönd«.