Réttur - 01.06.1915, Blaðsíða 64
- 70 -
En það er einkennilegt, að þegar baráttan verður áköf-
ust, myndar mikill hluti þeirra kvenna, sem þátt tóku í
henni, samband við fjendur sína — andstæðu öflin, án
þess þær hefðu sjálfar nokkra hugmynd um það. Þetta
gerðu þær, þegar borin var fram krafan um fullkomið jafn-
rétti við karlmenn og jafna þátttöku í öllum störfum frá
barnsárunum.
— — Eg er alls eigi þeirrar skoðunar, að konur séu
lítilfjörlegri verur en karlmenn, en eg hygg, að þær séu
annars eðlis og á þeim grundvelli verður þjóðfélagsstarfið
að byggjast.
Sú kvenréttindahreyfing, sem sprottin er af aukinni fram-
þróun þjóðlífsins, verður naumast leyst eða leidd til lykta
út af fyrir sig — sem sérstakt fyrirbrigði, það verður að-
eins ráðið fram úr því samhliða ýmsum öðrum viðfangs-
efnum þjóðfélagsins, fyrst og fremst jarðeignarmálinu.
Málefnið er í insta eðli sínu einungis rýmkun ríkisvalds-
ins og félagsfrelsi, er gefur börnum og heimilunum yfir-
leitt meira svigrúm á starfsviði lífsins, og jafnframt öllum
nýjum telags- og samvinnuhugsjónum — eða réttara sagt
gömlum hugsunum í nýjum búningi.
Vér eigum tvo kosti um að velja, að renna skeiðið til
enda, eins og gömlu menningarþjóðirnar gerðu, eða í öðru
lagi ryðja framþróuninni nýjar leiðir og læra af þeirra dýr-
keyptu reynslu. En langt er til marksins, hvor leiðin, sem
valin er, unz jafnvægi kemst á aftur. Vér stöndum á vega-
mótum; og allir eru víst sammála um, að ástandið erí-
skyggilegt hjá menningarþjóðum nútímans.
Hinn hræðilegi hildarleikur, sem nú er háður í Norður-.
álfunni, sýnir þetta glegst. Hann mun vissulega hjálpa oss
til þess að rifja upp aftur mikið af gleymdum sannleik;
enda er það eini Ijósgeislinn bak við þann djöfladans, sem
fram fer fyrir augum vorum.
Pegar þjóðirnar kasta sér út í þessi ógurlegu stríð, er
auðvelt að rekja allar orsakir þeirra.
Aðalorsök glímunnar er sú, að gengið hefir verið fram
hjá náttúrulögmálinu í einstökum atriðum. Saurgað það,