Réttur - 01.06.1915, Blaðsíða 54
Neistar.
1. Hvað er póliti'K?
Margir hafa fengist við að svara þessari spurningu, og
á margvíslegan hátt hefir henni verið svarað, jafnvel með
löngum og flóknum fræðakerfum. Pað er þó langt síðan
henni var svarað með fáum og Ijósum orðum. Það gerði
Aristoteles. Hann sagði: »Hið sanna hlutverk þess, sem
vér köllum pólitík, er að finna og ákveða hin réttu takmörk
milli náttúrlegs réttar einstaklingsins og náttúrlegs réttar
þjóðfélagsins.« — Mundi nú ekki þetta vera hin lang-rétt-
asta skýring sem nokkur hefir gefið á hugtakinu pólitík?
En hvernig gæta löggjafar vorir og þjóðmálamenn þess-
arar einföldu og eðlilegu grundvallarreglu?
F*eir gæta hennar þannig, að þeir af handáhófi og eftir
augnabliks geðþótta veita einstökum mönnum og stéttum
laga-sérrétt til margs þess, sem eftir eðli sínu er náttúru-
réttur þjóðfélagsins, þ. e. allra manna jafnt, svo sem t. d.
að iifa á landinu og afurðum þess, njóta verðmætis þess.
Og á hinn bóginn veita þéir þjóðfélaginu einnig af handa-
hófi lagarétt til þess, að hrifsa af einstaklingunum margs-
konar náttúrurétt þeirra, jafn helgan þeim sem réttinn til
lífsins, Ijóssins og andrúmsloftsins, eins og t. d. ávöxt
erfiðis þeirra, vitsmuna og þekkingar. Einstaklingunum veita
þeir svo aftur, einnig af handahófi og út í bláinn, ýmisleg
lagaréttindi, sem þeim, eftir hlutarins eðli, aldrei getur kom-
ið að liði, eða orðið þeirra virkilegur réttur, einmitt af því