Réttur - 01.06.1915, Blaðsíða 19
- 25 -
vinnu og samhjálp til þess að bæta jarðir sínar og marg-
falda afurðir þeirra. *
Stríðið, sem nú er háð i Evrópu, er eðlileg afleiðing
slíkrar lífsreglu og Iifnaðarhátta, eða réttara sagt búskapar-
lags á jörðunni. Evrópuþjóðirnar hafa nú svo lengi bygt
menningu sína á þessum ranglætis-, ofbeldis-, útilokunar-
°g vígbúnaðarlífsreglum, að lengra varð ekki komist. Velt-
ur nú alt á því, um afleiðingar þessarar voða-byltingar,
hvort þjóðirnar eftirá viðurkenna þessi sannindi og breyta
eftir þeim. Oeri þær það ekki, lykti stríðið með tómum of-
beldisverkum gegn hinum sigruðu, og sömu lífsreglum
verði framvegis fylgt þjóða og manna milli, þá hlýtur fljót-
lega að sækja í sama horfið aftur, og er ægilegt til siíks
að hugsa, því þá er ekki annað sýnilegt en að Evrópu-
menningarinnar bíði sömu örlög og þau, er þurkuðu út
menningartimabil fornþjóðanna.
þetta er nú umræðu- og áhyggjuefni allra mannvina og
umbótamanna, allra þeirra, sem byggja vilja farsældarleit
mannkynsins á siðlegum réttlætisgrundvelli, samúð og sam-
hjálp. Og nú, meðan á styrjöldinní stendur, eru þessi mál-
efni rædd í flestum tímaritum og blöðum menningarþjóð-
anna, og um það ritaðar heilar bækur. Er mjög fróðlegt að
heyrahverjar hugmyndir og vonir hinir bestu menn þjóðanna
gera sér um afleiðingar þessa hrikalegasta og ægilegasta ó-
friðar, sem nokkurntíma hefir háður verið á jörðunni.
Vænta margir að afleiðingarnar verði mjög miklar, og leiði
jafnvel til gagngerðra breytinga á öllu skipulagi þjóðfélag-
anna, bæði hinu stjórnarfarslega skipulagi, og skipulagi at-
vinnu- og viðskiftamálanna. Bendir lika margt til, að joær
raddir, sem þessa krefjast, verði héreftir háværari en nokkru
sinni áður, og að þeim verði framvegis meiri gaumur gef-
inn en hingað til, því ekki getur hjá því farið, að slíkir voða-
* Mönnum hefir talist svo til, að stríðið núna muni kosta alt mann-
kynið að minsta kosti eins mikið á hverjum degi, eins og Panama-
skurðurinn kostaði. Pað er sýnishorn af því, hvað bæta mætti lífs-
skilyrðin á jörðunni með því fé og þeim kröftum, sem nú er varið
til þess að spilla þeim.