Réttur - 01.06.1915, Blaðsíða 77
- 83 -
heimilic. Þrár þess til frjálsara og eðlilegra lífs hafa, vor á
meðal, brotist út í þessari »skála-menningu«, ef svo mætti
kalla það. — Heimilin hálfleggjast í eyði, þegar unga fólk-
ið flytur burtu með skemtanir sínar og beztu hugsanir.
Sambúð og trúnaðarmál þess og foreldranna fara þverr-
andi. En á hinn bóginn er það að sumu leyti góðs vott-
ur, að fólkið leitar gleðinnar í náttúrunni. Og eigi verður
það borið saman við sjúka samkvæmislífið í bæjunum,
sem eitrað er af tóbakssvælu og hégómaþvaðri.
* *
*
Samkvæmt þjóófélagsskipulagi því, sem vér höfum snið-
ið oss, eru sett þúsund lagakerfi, en lögbrotum fjölgar
stórum. Vér stofnum aragrúa af skólum og kirkjum til
þess að efla mentun og siðmenning þjóðarinnar, en þrátt
fyrir það magnast ruddaskapur og siðleysi í ýmsum mynd-
um. Og í vandræðum höfum vér jafnvel orðið að grípa til
smánarúrræða, eins og löghelgaðs saurlifnaðar.
Siðfræðiskerfi vor og lagaboð eru full af mótsögnum, og
sífelt berjumst vér gegn sjálfum oss. Hvernig í ósköpunum
á þá unga fólkið að rata meðalhófið í slíku skipulagi? Oet-
ur það leitt fólkið til annars en efagirni, ákvörðunarleysis
og óánægju með lífið?
í kappleik þeim, sem menn heyja til að ná hlut sínum
úr maurabúi þjóðfélagsins, eru flest meðul talin góð og
gild, og í framkvæmdinni er sérplægnin blygðunarlaust met-
in eins og göfug hneigð.
Fjölskyldur sem telja eitt og tvö börn og opinberar upp-
eldisstofnanir eru eðlileg afleiðing þessa þjóðfélagsskipu-
lags. Frakkar eru búnir að reyna þessar leiðir til hlytar, og
í frönskum bókmentum sjáum vér hörmuleg minningar-
mörk hinnar köldu, hjartalausu menningar. Þar er napur-
lega lýst andlegum og líkamlegum kryplingum, heimilis-
lausum lýð og öðrum, sem engin börn eiga.
Bók Jean Aicard’s, »L’áme d’un Enfant«, ætti að þýða á
öll tungumál.
6'