Réttur - 01.06.1915, Blaðsíða 11
Stríðið.
Þá nötrar vor marggylta mannfélagshöll,
er mœliir á kúgatans artni,
sern rifin og fúin og ratnskökk er öll
og ratnbar á Helvítis bartni.
Þ- E.
Þessi orð hins nýdána skálds og hugsjónamanns koma
manni ósjálfrátt í hug við fregnir þær, er rafmagnið flytur oss
daglega um athæfi Evrópu, þessarar stoltu menningarmóð- •
ur, sem talið hefir verið, að höndlað hafi sannleikann í
flestum efnum, sem altaf hefir haft rjettlætið, mannúðina,
frelsið, bræðralagið og jafnréttið á vörunum, og sagst vera
kennari allra jarðarinnar þjóða í allskonar vísdómi og sið-
gæði.
Og nú, mitt upp úr allri þessari dýrð, öllu friðarspjall-
inu, umbótaglainrinu og hinni spekingslegu »praktísku póli-
tík« þjóðþinganna og stjórnarráðanna, þyrpast margir tugir
millíóna af þessum evrópísku, hámentuðu sjálfstjórnarkjós-
endum á vígvöllinn til þess að drepa hver annan á Iög-
mætan hátt, eftir siðlega viðurkendum reglum, með hin-
um djöfullegustu morð- og eyðileggingartólum, sem vís-
indin (!!) hafa getað fundið upp, og til þess að brjóta,
brenna og umturna hinum dýrustu mannvirkjum og feg-
urstu listaverkum, sem bestu kraftar menningarinnar hafa
unnið að um liðnar aldir, og þjóðirnar hafa verið stoltar
af að éiga og erfa kynslóð eftir kynslóð. Og allir, einnig
prestarnir, boðéndur kærleikskenningar kristindómsins, á-
kalla guð um hjálp og vernd í þessu athæfi.
Rétíur l
2