Réttur - 01.06.1915, Blaðsíða 43
- 49 -
vóru ervið fyrir samvinnu og bræðralag. Bygðin varð dreifð
og einstaklingarnir sjálfum sér næstir. Stórbreytingar á þjóð-
lífsháttunum, að því er til skipulags kemur, hafa naumast
gerzt enn. Þó hefir sú breyting orðið á, að sjávarþorp og
kaupstaðir hafa risið upp með þéttbýli á litlu svæði, þar
sem áður var lítil bygð eða engin. Alþýða manna á þess-
um stöðvum lifir mestmegnis á sjávarafla og daglauna-
vinnu. Par ættu að hafa skapast ný samvinnuskilyrði, sem
áður vóru óþekkt hér. En reynslan sýnir, að svo er ekki.
Par er því líka nóg að vinna. —
Nú kynni einhver að segja eitthvað á þessa leið:
íslenzka þjóðin hefir baslast fram á þennan dag í allri
einangrun sinni. Hvaða þörf og hvaða skilyrði hefir hún
nú til þess að kasta sér út í byltingaflóð erlendra áhrifa,
sem megni að skapa henni giftu og gengi í framtíðinni?
Hér er enginn, sem eggjar til frumhlaups. En vér vilj-
um einmitt reyna að athuga sem bezt, hvort hér sé eigi
þörf og hér sé eigi jarðvegur fyrir þær skipulagsstefnur,
sem nú fara sigurför um menningarlöndin.
Pað er þegar sýnt, að náttúruskilyrðin hjá oss eru ervið
að ýmsu leyti. Strjálbygðin og torveldar samgöngur á sjó
og landi eggja einstaklinginn meír til sjálfræðis og sér-
vinnu í mörgum tilfellum heldur en til samvinnu við aðra.
Allt þetta hefir alið þá lyndisgalla hjá oss, sem jafnan hafa
tafið framfarir í samvinnumálum til þessa. Þessir gallar eru
einkum þolleysi og uppgjöf í samstöðu við aðra, þegar
móti blæs, og tortrygni gagnvart ýmsum framfaranýjung-
um. En þarfirnar breytast og mennirnir með. Svangur mað-
ur étur mat sinn á endanum, þótt hann í heimskubræði
hafi hótað því að smakka ekki mat. Þörfin lagar þá lynd-
isgalla, sem eru henni andstæðir.
Og það er víst og satt, að nú á seinustu áratugum hafa
tímarnir breyzt og þarfir vorar. íslenzka þjóðin hjarði með
einangrun sína og samvinnuleysi í fyrri daga. Nú tjáir
henni ekki lengur sama lagið. Starfslíf hennar hefir breyzt
svo, bæði inn á við og út á við, að allt krefur meiri orku
4