Réttur - 01.06.1915, Blaðsíða 100
Heimsendanna á milli.
Versta bardagaaðferðin.
Aðalvopnið gegn kenningu Henry George’s er það sem
ætíð er notað gagnvart óhrekjandi og augljósum sannind-
um — nefnilega að ganga þegjandi fram hjá þeim.
Menn reyna ekki að hrekja kenningu hans, en láta sér
nægja með að kynna sér hana ekki. Og ef þeir á ann-
að borð gefa henni gaum, þá er Henry George eignað-
ar kenningar, sem hann eigi hefir haldið fram; eða aðeins
endurteknar þær athugasemdir, sem hann hefir marghrakið.
í þriðja lagi hafna sumir henni af því að hún er ekki sam-
hljóða þeim margbrotnu og gjörræðislegu frumatriðum
hinnar svonefndu þjóðmegunarfræði, sem mentaþjóðirnar
hafa búið sér til.
En þrátt fyrir alt þetta, hafa þau sannindi, að jörðin
mætti eigi vera prívateign einstaklinga, mótast þannig í meðvit-
und samtíðarmanna, að þeir finna aðeins einn möguleika
gegn henni, en það er að ganga viljandi fram hjá henni og
tala sem minst um hana.
Stjórnmálamennirnir í Evrópu og Ameríku eru uppteknir
af því að auka hagsæld og framfarir þjóðanna á ymsan
hátt. T. d. með toll-lögum, nýlenduaukning, atvinnusköttum,
efling hers og flota, félagssamböndum, verzlunarsamningum,
kosningalögum, stjórnkænsku — ríkjasamböndum — í stuttu