Réttur


Réttur - 01.06.1915, Blaðsíða 21

Réttur - 01.06.1915, Blaðsíða 21
Geti nú þessi styrjöld loksins opnað augu þjóðanna fyrir þeim sannindum, að lögmál mannlífsins skipa svo fyrir, að mennirnir einungis með réttlátum lífsreglum í samhygð og samhjálp orka að leysa gátur lífsins, og hagnýta sér til sannrar siðmenningar og sameiginlegrar farsældar og lífsgleði þær ótæmandi lindir náttúrunnar til eilífrar lífsþró- unar og lífsgleði, sem mönnunum eru svo auðsjáanlega ætlaðar til sameiginlegra nota, en ekki til þess, að berjast um þær, spilla þeim og saurga þær með dýrslegri græðgi, og skilningslausum fólskustympingum til þess að útiloka hver annan frá þeim, — geti stríðið orkað þessu, þá væri það þó ekki til einskis háð. En ömurlegt er á hinn bóginn að hugsa um, hversu dýru verði mennirnir kaupa reynslusannindi lífsins, og það sannindi, sem þeim þó lengi hafa verið kend, fyrst og fremst í trúarbrögðunum, sem því miður hafa miðað kenningar sínar við annað líf en þetta jarðneska, svo að sannindi þeirra ekki hafa náð að festa rætur í jarðlífi mannanna, sem vér þó fyrst og fremst verðum að miða við, ef það er sá skóli, sem trúarbrögðin sjálf segja. En auk þess hafa á öllum tímum verið uppi framsýnir siðbótamenn, sem séð hafa og skilið meingallana á jarðlífi mannanna, varað við þeim, krafist umbóta á þeim og bent á nýjar leiðir til fullkomnunar og farsælla jarðlífs. Slíkir menn hafa aldrei verið fleiri uppi en einmitt nú á síðustu tímum, og hafa þeir stofnað margvísleg umbótafélög, sem sum hafa náð mikilli útbreiðslu, þrátt fyrir mótspyrnu allra þeirra, sem annað hvort fá ei skilið, að hægt sé að finna happasælli lífsreglur en þær, sem fylgt hefir verið, eða mundu missa einhverra sérréttinda, ef breytt væri núverandi skipulagi. Af slíkum umbótafélögum hafa einkum þrjú náð mestri útbreiðslu, svo að þau nú hafa erindreka sína á þjóðþing- um og jafnvel í stjórnarráðum þjóðanna. í fyrsta lagi eru sósíalistar (sósíal-demókratar). Peir leita meinsemdanna fyrst og fremst í hinu pólitíska eða stjórn- arfarslega skipulagi og í skipun eignarréttarins, og vilja með lagasetningum fá því gerbreytt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.