Réttur - 01.06.1915, Blaðsíða 71
- 77
í fyrndinni bygði Noreg smávaxinn þjóðflökkur og blakk-
ur á hörund, sem lifði á veiðum og stóð á lágu menning-
arstigi; að áliti fornfræðinga. Hann var kominn úr hálendi
Mið-Evrópu, og lifði hirðingjalífi á steinöldinni.
En annar kynþáttur, Ijós á hörund og spengilega vaxinn,
kom frá skógivöxnum lágsléttunum. Þar var jarðvegurinn
frjórri og kórnakrarnir blikuðu í sólskininu. Peir nefndust
Ariar (Oermanar — þ. e. hinir fyrirmannlegu), stunduðu
jarðyikju og stóðu 'langt framar að menningu en hinir.
Sökum yfirburða sinna lögðu þeir undir sig hirðingaflokk-
inn og gerðu þá að þrælum.
Upp í Noregsdölum býr enn ljóshært og þrekvaxið
bændafólk — það sem ér óblandað, ber skýr einkenni ar-
iska þjóðstofnsins — og heldur uppi merki þeirra og menn-
ingu í landinu. í margar aldir hafa þeir verið óðalbornir
umráðamenn landsins. En hirðingjalýður af nyjum stofni
hótar nú að byggja þeim út.
— Er yfirráðum þeirra lokið? Eiga þeir nú að gerast
þrælar hinna nýju hirðingja?
Eða skyldu þeir þurka stýrur úr augum einn góðan veð-
urdag og heimta aftur rétt sinn?
Framtíð þjóðfélags vors er undir því komin; og auðvit-
að kvenþjóðarinnar.
Saga heimilanna hefst þegar þjóðirnar ákveða sér fasta
bústaði og yrkja jörðina. Og lífskjör kvenna verða þá
miklu betri en hjá hirðingjaþjóðunum. Kvenþjóðin hefir lif-
að súrt og sætt með heimilinu á framþróunarskeiði þess í
margar aldir; og deilt með því misjöfnum kjörum. Síðar
urðu konur jafnbornir samverkafélagar karlmanna á því
sviði, en eigi lengur ambáttir.
Germanski kynstofninn héltst óblandaðastur á Norður-
löndum. Staða og kjör kvenna voru og hvergi frjálsari og
betri en þar.
— í Noregi, íslandi og Færeyjum hittast enn sterkbygð-
ar og stæltar bændakonur með helztu lyndiseinkennum
fornkvenna, en aðeins dálítið slípaðar af menningar-fram-
þróuninni.