Réttur - 01.06.1915, Blaðsíða 34
- 40 -
útheyi séu 6 kr. fyrir hestinn (100 kg.), og að það verð
sé miðað við að karlmaður slái 4 hesta á dag, og að til-
kostnaður við heyið sé í hlutfalli við það. Nú eru dæmi
til að einn maður með sláttuvél getur slegið á við 7 menn,
og þá í samræmi við hið fyrra dæmi 28 hesta á dag. f*eim
bændum, sem heyja með slíkum vélum, verður heyið mun
ódýrara en fjöldanum. En meðan þeir eru fáir hefir það
engin áhrif á markaðsverð á heyi eða búfjárframleiðslu.
Það verður happ þess er hlýtur. Á sama hátt fullyrða jafn-
aðarmenn að klaufinn með sitt ónýta axarskaft verði að
bera hallann sjálfur og velta út af eða fara á sveitina, ef
hann ónýtir alt sem hann snertir á. Og gimsteinadæmið er
svo utan við efnið að óhætt er að ganga fram hjá því að
sinni. En geta má þess, að jafnaðarmenn hafa sannað, að
verð á gulli, sem er annað friðindið til, er í nákvæmu hlut-
falli við framleiðslukostnaðinn, miðað við alla þá vinnu,
sem til gullgraftar er varið.
Á eftir þessum sönnunum kemur höf. síðan með hina
venjulegu ályktun auðvaldssinna: »Pað er eftirspurnin en
ekki vinnan, sem veitir hlutunum gildi.«
Áður hefir verið vikið að því, að hve miklu leyti auð-
fræðingar meðal jafnaðarmanna viðurkendu hið svonefnda
lögmál framboðs og eftirspurnar, sem hr. J. Ó. víkur hér
að. Peir telja pað útskýra bláyfirborðið, þegar ekki er kyrt.
Nú hefði ef til vill verið rétt að viðurkenna þessa skýringu,
ef hún hefði átt alstaðar við, þótt grunnfær sé. En því er
ekki að heilsa. Framboðs- og eftiispurnar-kenningin hefir
alt af haft snöggan blett, sem örvar andstæðinganna smjúga
sífelt í gegnum, hvenær sem þeim er beint þangað. Sam-
kvæmt kenningu þessari mætti búast við að pegar jramboð
og ejtirspurn standast á, þá verði hlutirnir verðlausir!
Gætum nú bétur að. Framboðs- og eftirspurnar-kenning-
in er af sínum fylgismönnum talin að vera óyggjandi lög-
mál í auðfræði, eins og t. d. þyngdarlögin eru í stjörnu-
fræði. Sannindi slíkra allsherjarlaga verða að eiga við hvar-
vetna, svo langt sem þau ná. En svo er eigi með þessi
lög, ef lög skyldi kalla. Pau útskýra verðfall með of miklu