Réttur


Réttur - 01.06.1915, Blaðsíða 16

Réttur - 01.06.1915, Blaðsíða 16
- 22 - í véum og svikara. Svona er réttlætiskvarðinn óákveðinn. Og hvorttveggja er kallað föðurlandsást! Pað er ekki til sú fólska eða það níðingsverk, sern ekki er talið réttmætt að fremja í nafni föðurlandsins og jafnvel í nafni réttlætisins. Hvílíkur voðalegur hugsanaruglingur! Heilbrigðri skynsemi og óblektri hlýtur að blöskra, að svokallaðar siðaðar og mentaðar þjóðir skuli viðurkenna slíkar lífsreglur og fylgja þeim; hvernig getur slíkt ieitt til sannarlegs réttlætis, gagns fyrir föðurlandið eða til sannrar "og almennrar farsældar þjóðanna. Geti nokkuð gott leitt af þessari voða-styrjöld, sem nú er háð, þá ætti það fyrst og fremst að vera, að þessar herfilegu mótsagnir og hugsunarvillur komi svo í Ijós, að þær dyljist ekki lengur, geti ekki lengur skýlt sér undir gatslitnum flíkum föðurlandsástar, þjóðréttinda og þjóðernis, svo að þjóðirnar komist ekki lengur hjá að endurskoða þær lífsreglur, sem valda slíkum fólskuverkum, sem nú eru framin. Það er nær því óhugsandi annað, en að þegarólg- una og ofstopann lægir í hugum þjóðanna, þá hljóti sam- viska þeirraað vakna, og kalla þær til reikningsskapar fyrir þetta athæfi. Því þrátt fyrir alt hefir réttlætishugsjónin aldrei verið þroskaðri í meðvitund mannanna en einmitt nú á tímum, þótt eigi hafi hún náð því valdi yfir hugum mann- anna, að hún fengi hindrað þau fólskuverk, sem nú eru framin. Pað er jafnvel auðsætt, að nú þegar eru Evrópu- þjóðirnar farnar að skammast sín fyrir þetta athæfi. Pað sést af því, hversu mikið far þær gera sér um, að afsaka sig á allar lundir, og skella skuldinni hver á aðra, hvernig þær nú þegar reyna að þvo blóði.ð af höndum sér frammi fyrir dómstóli sögunnar. það er því ekki, eins og í fljótu bragði kann að sýnast, eintóm grimd og mannvonska, sem keyrt hefir Evrópu- þjóðirnar út í þetta voða-stríð, heldur þær lífsreglur, sem þær hafa skapað sér, það skipulag, sem þær hafa sjálfar sett um lífsskilyrðin, um aðgang að gæðum náttúrunnar og hagnýtingu þeirra, í stuttu máli, um ábúðina á þessum jarðarhnetti, sem mannkyninu hefir verið fenginn til ábúðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.