Réttur - 01.06.1915, Blaðsíða 80
86 -
mentun fæst eigi framar á heimilunum, að minsta kosti ekki
í bæjunum. F*að vantar mikið til, að æðri kvennaskólar vor-
ir komi ungum mæðrum að liði, fremur en nýju samsteypu
skólarnir, sem þó eru eingöngu sniðnir eftir því, að lífið
heimti alveg það sama af konum sem körlum Alt sem sér-
staklega snertir konur, er að minsta kosti sett skör lægra.
Rétt einsog ætlast sé til þess, að gáfaðar stúlkur hafi hvorki
tíma né hæfileika til að læra það. — Vér höfum því nóg til
að berjast fyrir, og megum aldrei gefast upp við þau kven-
réttindamál, -er miða að því, að veita öllum, sem fæðast,
jöfn lagaréttindi, og rúm við brjóst móður sinnar.
Nokkur hluti þeirra kvenna, sem vér nefnum kvennrétt-
indakonur, starfa einnig fyrir heimilin, og það er heiðurs
vert. En ein er sú stefna í kvennréttindahreyfingunni, sem
vér hljótum að uppræta. Hún er gersamlega andstæð lífs-
þróuninni — leiðir til niðurdreps — og styðst sjálfrátt eða ó-
sjálfrátt við bölsýnisheimspeki. (T. d. stefna Schopenhauers
og Weiningers.)
— Aðalhættan, sem af henni stafar, liggur í því, að sök-
um tilgangsins er gengið fram hjá meinunum—spillingunni.
Hlutir og hugmyndir afskræmast, svo að markmiðið verður
óskírt, jafnvel fyrir þeim, sem í fyrstu voru bjartsýnir menn.
— Svo koma afleiðingarnar í Ijós — misræmi í þjóðlífinu,
sem Ieiðir niður á við.
— — Vér höfum nú þegar fyrir augum nýtt sýnishorn
— ímynd kvenþjóðarinnar, tengiliðinn á milli heimamentuðu
konunnar og öfgamynda þeirra, sem samsteypuuppeldið
stefnir að; hún er gædd óslökkvandi ástarþorsta og óljósri
barneignarþrá, en hejir glatað þeirri hneigð, að gefa sjálfa
sig þessu á vald—fórna því helgasta í lifinu öllum hug sin-
um og tilfinningum.
* *
*
Hærri stéttirnar vóru lengi einar um kvennréttindakröf-
urnar. Nú eru alþýðukonur orðnar með. Vonandi gæta þær
heimilisins eftir föngum; eðlishvatir þeirra eru enn lítt sljófar.
---Margar miljónir iðnaðarkvenna í öllum löndum fylkja