Réttur - 01.06.1915, Blaðsíða 86
- 92 -
synlegt lífsskilyrði eins og loftið og sólarljósið — þessi
þrjú náttúrugæði telur hann frjálsa eign allra manna.
Það komi ekki til nokkura mála að svipta nokkra menn,
tveimur síðartöldu skilyrðum, og jafn ranglátt sé að svipta
þá hinu þriðja lífsskilyrði.
* *
*
Annað atriðið: Eina aðal ráðið gegn þessu ranglæti og
misskifting auðsins yfir höfuð, er það að gera alla jörð
út af fyrir sig að eign þjóðfélagsins. — Kippa burt
orsökinni, sem er einstaklingseignarréttur á jörð og á ekki
að líðast. Petta segir hann auðveldast sé, á þann hátt, að
leggja opinberann skatt á jörðina er að sjálfsögðu kemur
niður á jargeigendum, og gengur til opinberra þarfa í ríkis-
sjóð. Pannig vill hann stemma á að ósi. Láta ríkið fá rent-
una af jörðinni, en hvern einstakling aftur á móti allan arð
af vinnu sinni og framleiðsu, sem er hans einkaeign.
Skatturinn er lagður á jörðina eingöngu eftir verðmæti
hennar frá náttúrunnar hendi, legu hennar og afstöðu. En
ekkert tillit tekið til, eða lagt á þær umbætur og jarðabæt-
ur, sem einsaklingar vinna, né heldur byggingar. Pjóðfélag-
ið í heild skapar verðmæti jarðarinnar — grunnsins.
Hún er dýrari, og meiri eftirspurn eftir henni í nánd við
hafnir og samgöngutæki, svo sem járnbrautir og þar sem
náttúruskilyrði eru góð fil stærri ræktunarfyrirtækja. Og þar
verður skatturinn hlutfallslega hærri. (Hann er aðeins lóða
og jarðar afgjöld.
Skatturinn á að koma í veg fyrir gróðabrall, að einstakir
menn geti okrað á jörð eða lóðum — þannig að þeim sem
á óbygða lóð nálægt stórbæ, helzt ekki uppi með að okra
á henni, eða neita um að láta hana af hendi, þangað til
neyðin og eftirspurnin eru búin að ná hámarki sínu. Hann
á að vera svo hár að það borgi sig ekki fyrir neinn að
eiga þá jörð, sem hann hefir eigi þörf eða not fyrir. — Af-
leiðingarnar yrðu að nokkru leyti dálítið svipaðar og ef ríkið
setti jörðina til uppboðs og seldi þeim, sem viidi borga