Réttur - 01.06.1915, Qupperneq 21
Geti nú þessi styrjöld loksins opnað augu þjóðanna fyrir
þeim sannindum, að lögmál mannlífsins skipa svo fyrir,
að mennirnir einungis með réttlátum lífsreglum í samhygð
og samhjálp orka að leysa gátur lífsins, og hagnýta sér
til sannrar siðmenningar og sameiginlegrar farsældar og
lífsgleði þær ótæmandi lindir náttúrunnar til eilífrar lífsþró-
unar og lífsgleði, sem mönnunum eru svo auðsjáanlega
ætlaðar til sameiginlegra nota, en ekki til þess, að berjast
um þær, spilla þeim og saurga þær með dýrslegri græðgi,
og skilningslausum fólskustympingum til þess að útiloka
hver annan frá þeim, — geti stríðið orkað þessu, þá væri
það þó ekki til einskis háð.
En ömurlegt er á hinn bóginn að hugsa um, hversu
dýru verði mennirnir kaupa reynslusannindi lífsins, og það
sannindi, sem þeim þó lengi hafa verið kend, fyrst og fremst
í trúarbrögðunum, sem því miður hafa miðað kenningar
sínar við annað líf en þetta jarðneska, svo að sannindi þeirra
ekki hafa náð að festa rætur í jarðlífi mannanna, sem vér
þó fyrst og fremst verðum að miða við, ef það er sá skóli,
sem trúarbrögðin sjálf segja.
En auk þess hafa á öllum tímum verið uppi framsýnir
siðbótamenn, sem séð hafa og skilið meingallana á jarðlífi
mannanna, varað við þeim, krafist umbóta á þeim og bent
á nýjar leiðir til fullkomnunar og farsælla jarðlífs. Slíkir
menn hafa aldrei verið fleiri uppi en einmitt nú á síðustu
tímum, og hafa þeir stofnað margvísleg umbótafélög, sem
sum hafa náð mikilli útbreiðslu, þrátt fyrir mótspyrnu allra
þeirra, sem annað hvort fá ei skilið, að hægt sé að finna
happasælli lífsreglur en þær, sem fylgt hefir verið, eða
mundu missa einhverra sérréttinda, ef breytt væri núverandi
skipulagi.
Af slíkum umbótafélögum hafa einkum þrjú náð mestri
útbreiðslu, svo að þau nú hafa erindreka sína á þjóðþing-
um og jafnvel í stjórnarráðum þjóðanna.
í fyrsta lagi eru sósíalistar (sósíal-demókratar). Peir leita
meinsemdanna fyrst og fremst í hinu pólitíska eða stjórn-
arfarslega skipulagi og í skipun eignarréttarins, og vilja með
lagasetningum fá því gerbreytt.