Réttur


Réttur - 01.02.1927, Page 2

Réttur - 01.02.1927, Page 2
4 GEORGE BERNHARD SHAW [Rjettur í þann búning, sem flestir hafa í fyrstu talið skrípi- gerfi. Nú er svo komið, að frá því að Anatole France leið, mun hann hafa meiri áheyrn og athygli hinna skynbærari manna, en nokkur annar rithöfundur í Norðurálfunni. George Bernhard Shaw er fæddur í Dyblinni á ír- landi 26. júlí 1856. Hann er því nú maður rúmlega sjö- tugur. Foreldrar hans voru írsk að ætterni, en mótmæl- endatrúar. Faðir hans virðist ekki hafa verið mikill mað- ur fyrir sér. Hann starfaði lengi sem réttarritari, fékk eftirlaun, er hann hætti því verki, kom eftirlaunarétt- inum í ákveðna fjárupphæð í eitt skifti fyrir öll og gerðist kornsali. Jafnan var hann fátækur maður. Raunar er sagt, að tekjur hans hefðu átt að nægja til þess að framfleyta fjölskyldu, með nokkurri aðgæzlu og sparsemi, en Shaw hinum eldra fanst hann ekki vera almúgamaður, sökum þess, að hann átti skyldmenni, er báru aðalsnöfn. Tilhneigingar hans til íburðar voru þess eðlis, að ef til vill hefði mátt fullnægja þeim. með fjórfalt meiri tekjum. Fyrir þessa sök var fjölskyldan jafnan félaus, þótt ekki liðí hún verulegan skort. Bern- hard var yngstur barna. Tvær átti hann systur. Agnes og Lucy. Hin síðarnefnda varð söngkona og rithöf- undur. Móður G. B. S. er svo lýst, að hún hafi verið mikilhæf kona. Hún var tuttugu árum yngri en maður hennar, gáfuð, kappsöm, með öllu laus við alla hleypidóma manna, er af sönuu stétt voru og hún sjálf, lét sér al- mennings álit engu skifta, en fór sínu fram í trausti sinnar eigin dómgreindar á því, hvað rétt væri og hent- ugt. Hamon, franskur rithöfundur, -lýsir henni svo í á- gætri bók, er hann hefir ritað um Shaw, að hún hafi verið — fyrir fimtíu árum síðan — nákvæmlega eins og þær konur, sem nú séu lengst kominar að skilningi. Ekki þótti hún mikil húsmóðir, enda var hugurinn mik- ið bundinn við hljómlist, því að hún hafði fagra rödd og

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.