Réttur


Réttur - 01.02.1927, Page 12

Réttur - 01.02.1927, Page 12
14 GEORGE BERNHARD SHAW [Rjettur »Þessi opinberun hafði mikil áhrif á mig. í fyrstu datt mér 1 hug, að eg gæti lifað á því að selja rit mín þess- um tíunda hluta, sem var eins og eg. En eg sá jafn- skjótt, að þeir hlutu allir að vera eins félausir eins og eg....En spurningin var,, hvernig átti eg að afla dag- legs brauð með pennanum. Hefði eg verið praktiskur, féunnandi Englendingur með heilbrigða skynsemi, þá hefði vandinn ekki verið svo mikill: Eg hefði sett á mig gleraugu, sem hefðu skekt sjón mína, svo eg hefði séð eins og 90 af hundraði, væntanlegra bókakaupenda. En eg var svo frábærlega hreykinn af ágæti mínu. að mér kom þetta aldrei til hugar. Eg vildi heldur sjá rétt og hafa pund á viku, heldur en grilla í hlutina og eiga miljón pund. En spurningin var, hvernig átti eg að ná í pundið á viku.« Shaw hefir vissulega heppnast að ná í þetta pund á viku fyrir daglegu brauði. Hann er nú auðugur maður. Leikrit hans eru sýnd í öllum menningarlöndum. Hann hefir knúð menn til þess að taka eftir orðum sínum fyrir hvorutveggja ástæðurnar: frábærlega hæfileika til þess að skrifa læsilega — óstöðvandi mælsku, gam- ansemi, rökfimi og skýrleik — og óvenjulegan frum- leika, semi ávalt er sjálfum sér samjkvæmur. Sumum mönnum finst hann skifta um ham á svipstundu og breyta iðulega um skoðanir, en það stafar ekki af öðru en því, eins og Chesterton segir, sem er Shaw ólíkur að öllu nema andríki og alvöru, að hann er svo vopnfim!- ur, að mönnum virðast mörg sverð á lofti í einu. Hann sér svo margar hliðar á sama málinu og læðst á það, sem honum er andstætt, frá öllum; hliðum í einu, svo að segja. Bernhard Shaw hefir ritað um 30 leikrit. Eins og öllum má ljóst vera, þá er ekki nokkur kostur að segja frá efni þeirra í þessu stutta máli. Allra síst þegar þess er gætt, að í hverju leikriti er stráð hugmyndum af svo miklu örlæti að lesa verður sumi þeirra oft og mörgum

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.