Réttur


Réttur - 01.02.1927, Side 35

Réttur - 01.02.1927, Side 35
Rjettur] FRA ÓBYGÐUM 37 an stallann. Þessa jökla nefndi ég Þorvaldsjökul, þann nyrðri, en ögmundarjökul hinn syðri, til minja um það, að fyrir 25 árum (1898) endaði Þorvaldur Thoroddsen fjalla- ferðir sínar hér á þessum slóðum. Þótti mér því hlýða, að þeir Ögmundur Sigurðsson ættu sér minnisvarða saman hér á fjöllunum. Langjökull er miklu iægri en Eiríksjökull eða á að giska 1400 metra yfir sæ (Th.). Norðurhluti hans er breið bunga, er Balljökull heitir. Hvergi sér berg í bungu þessari, en undir henni er snarbrattur móbergsstalli, líkur stalla Ei- ríksjökuls, en nokkru lægri. Norður frá Flosaskarði*verður mikið vik milli Eiríksjök- uls og Langjökuls. Heitir það Jökulkrókur og í því miðju er Þrístapafelt, lágur móbergshryggur. Niður í Jökulkrók ganga miklir skriðjöklar frá Langjökli: Niður í Flosaskarð norðanvert gengur Flosajökull (Th.). Norður af honum er há og brött hlíð. Ganga litlir skriðjöklar niður í hana, en norðan við hlíðina verður mikil lægð milli hennar og Hall- jökuls. Niður um lægðina gengur geysimikill skriðjökull.- Þennan jökul nefndi Þorvaldur Thoroddsen Þrístapajökul, líklega eftir Þrístapafelli. Nafnið er ekki gott. Væri betra að kalla hann Hallmundarjökul, því að hann gengur út á Hallmundarhraun. Niður í stalla Balljökúls skerast engir skriðjöklar norðar, svo að séð verði. Eins og áður er sagt, gengur mikil lægð vestur frá Lang- jökli, og nær hún norður að Arnarvatiishæðiim.. Um lægð- ina norðanverða hefir Hallmundarhraun runnið. Upptök þess eru undir stalla Balljökuls, norður frá Jokulkrók. Þor- valdur Thoroddsen segir, að þau séu ;>gigabrúgaklur mik- ið« (Ferðabók IV. bd., bls. 84), en á jarðfræðiskortinu sýnir hann þau sem gígaröð. Af Svartarhæð sjást upptök- in vel í sjónauka. Eru þau ekki nema einn hraungígur mik- ill. Þaðan hefir hraunið runnið uin allan Jökulkrók og norð- ur ineð jöklinum alt norður undir Arnarvatnshæöir. Aðal- straumurinn hefir lagst vestur meö Eiríksjökli og suður

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.