Réttur


Réttur - 01.02.1927, Page 36

Réttur - 01.02.1927, Page 36
38 PRÁ ÓBYGÐUM [Rjettur milli hans og Strúts, en kvísl ar henni aftur norðan við Strút, eins og áður er sagt. Or skriðjöklum þeim, sem taldir hafa verið, hlýtur að koma mikið vatn, en hvergi sér læk í hrauninu. Hiýtur því vatnið að renna undir hrauni og kemur það ekki fram fyr en í Barnafossgljúfri og er þá tært. Skamt norðan við norðurenda Langjökuls er hátt íell, sem sést víða að. Á uppdrætti Björns Gunnlaugssonar er það nefnt »Krákr eða Lyklafell«. Þorvaldur Thoroddsen nefnir það Lyklafell, en Krák kallar hann lágt fell, sem liggur í vestur frá þessu felli, en i norðaustur frá Arnar- vatni. Þessa breytingu mun ham hafa gert 1898, að lík- indunr eftir sögusögn fylgdarmanns síns, Jóns bónda Páls- sonar í Fljótstungu, því að þar sem hann lýsir ferðum sín- um á Kiii árið 1888 segir: »Norður af Þjófadölum eru fram með Langjökli fjöll með skörðuin og giljum, sem ganga norður undir Krák á Sandi« (Ferðabók II. bd., bls 196). Virðist hann frernur eiga hér við fell það, er hann nefnir síðar Lyklafell, en hitt, sem hann kallar Krák. Er hér, sem oftar, mótsögn í iýsingum Þorvaldar. Eftir því sem ég veit best, er þessi nafnabreyting röng. Flestir Húnvetningar og Skagfirðingar, sem kunnugir eru á fjölium, þekkja Krák á Sandi, og man ég, að á unga aldri var mér sagt, að það væri fellið, senr Þorvaldur kallar Lyklafell. Nafnið bendir og á, að þetta sé réttara. Krákur merkir hrafn. Mun þeim, sem gaf nafnið, hafa virst fjallið líkjast hrafni að lögun, lit eða hætti. Fell þetta er hæst að sunnan, en iækkar til norðurs. Af Stórasandi er það ekki óáþekt hrafni, sem horft er aftan á. Er það og æði dökkleitt að sjá við ísbjarmann yfir Langjökli. Sá er háttur hrafna að sitja hátt, á 'hömrum eða bustum, en fellið er á Sandi, þar sem hann er hæstur, og haflar frá því á alla vegu. Til er gömul vísa, sem byrjar svona: »Krákur Sandi situr á«. Gæti hún bent á, að nafnið sé dregið af þessu. Hitt fellið, sem Þor- valdur kallar Krák, er lágur móbergshryggur sunnan við

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.