Réttur


Réttur - 01.02.1927, Page 52

Réttur - 01.02.1927, Page 52
54 JÚDAS ÍSKARÍOT [Rjettur liaft það að einhverju leyti á bak við eyrað, að til mikillar virðingar og vegsemdar og valda væri að berjast fyrir þá, er berðust til ríkis með hinum væntanlega konungi. En þegar þess er gætt, að það er ekki fyrri en stuttu áður en Jesús er krossfestur, að hann gefur það upp við lærisveina sína, að hann sje Messías, og hugmyndir lýðsins voru mjög á reiki um það, hver hann væri, þá er ósennilegt, að Júdas hafi orðið svo sannfærður um Messíasartign hans, þegar í byrjun, að hann hafi yfirgefið ait og fylgt honum fyrir þær sakir einar. Verður ekki hjá því komist að líta svo á, að hann hafi orðið snortinn af spámannlegum mik- illeik hans, fundið djúpa nautn í nálægð hans og verið gripinn þeirri tilfinningu, að með því að vera í flokki með honum, væri hann að gegna helgari skyldu í þágu and- legra hugsjóna en hugsunin ein gæti gert grein fyrir. II. En það er eitt að dáðst að því, sem fagurt er, og annað er að kunna að lifa ineð því og fyrir það. Marga þeirra, er hæst tala um það, að þeir elski háleitar og göfugar hug- sjónir, brestur gersamlega allan skilning á eðli hugsjóna og alla manndáð til að gegna skyldum sínum gagnvart þeim. Það verður enginn íþróttamaður á því einu að hugsa um íþróttir, horfa á þær, dást að þeim og tilbiðja þær. Iþróttamaður verður sá einn, sem í verki æfir sig kapp- samlega og þvingar líkama sinn til að hlýða ákveðnum lögum. Enginn verður heldur hæfur til að berjast fyrir hugsjónum án æfingar í þeirri grein. Að jafnaði eru það einhverjar sjerstakar aðstöður lífsins, sem þvinga manninn til að æfa sig til hugsjónastarfs, ef svo mætti að orði kveða. Þeir menn, sem best hafa skilyrði til að veita sjer tíma til að lesa um spáinenn maimkynsins og kynna sjer speki þeirra og hugsjónir og lifa í tilbeiðsludraumum, þeim gefast minni skilyrði til að æfa sig til þjónustu fyrir göfugt starf, er krefst skilyrðislausrar fórnar. í fátækt og basli, þar sem enginn tími virðist vera til að sinna háleit-

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.