Réttur


Réttur - 01.02.1927, Side 70

Réttur - 01.02.1927, Side 70
Baráttan um heimsyfirráðin. Byltingin í Kína. Framsókn Kantonhersins. — Verklýðsuppreisn í Shanghai. — Sigur byltingarhersins. — Klofning byltingarstjettanna. — Uppreisn Tschang-Kai-Sheks. Lesendum »Rjettar« mun kunnugt um skiftingu þá, er átti sjer stað í Kína milli afturhalds og byltingar, því greinilega var frá því sagt í kaflanum um Kína (9. ár, bls. 67—71 og spáð að sigur alþýðunnar þar kynni aö vera nær en menn hjeldu. Nú hafa þau tíðindi gerst í Kína, er mesta eftirtekt hafa vakið út um allan heim, og eru einhver hin mikilvægustu, er mannkynssagan getur um. Skal nú reynt að skýra dá- lítið. frá því, þótt erfitt sje að ná saman heimildum til að gefa gott yfirlit. Þar er þá fyrst frá að segja, að eftir dauða Snn-Yat- Sens, alþýðuforingjans mikla 1924, virtist um tíma dofna yfir Kantonstjórninni og varð fyrst framan af árinu 1926 tíðindalítið þar eystra. Undirbjó þá byltingarstjórnin í Kanton framsókn hers síns og Kuo-Min-Tang-flokkurinn (alþýðuflokkurinn kínverski) og kommúnistaflokkurinn breiddu út kenningar sínar um gjörvalt Kína, senr mest þeir máttu; Tafði þó fleira starf stjórnarinnar en undir- búningur sá og munu þar meiru hafa um valdiö deilur þær, er risu innan flokksins milli hægri og vinstri arms- ins. Stóð borgarastjettin kínverska mestmegnis bak við hægri arminn, en alþýðustjettirnar, bændur og verkamenn,

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.