Réttur


Réttur - 01.02.1927, Page 80

Réttur - 01.02.1927, Page 80
82 BARÁTTAN UM HElMSYFIRRÁÐIN [Rjettur iðnaðarþróun. Eru þar aðeins 350,000 iðnaðarverkamenn, en 9 miljónir landbúnaðarverkamanna. í Argentínu er ástand líkast því sem tíðkast í Norður- álfu. Eru þar tveir borgaraflokkar, annar stórbændaflokk- ur (Irigoyen), en hinn stórborgaraflokkur (Alvear). Tveir alþýðuflokkar eru þar einnig; hafði jafnaðarmannaflokkur verið þar í 36 ár og klofnaði 1917 í sosialdemokrataflokk, er sveigir mjög til smáborgara, og kommúnistaflokk, sem hefur aðalfylgi meðal verkalýðsins. Kreppa er nú rnikil í landinu, sökum þess að nokkur hluti iðnaðarins er lamað- ur og innflutningur erlendra verkamanna afarmikill. — Mjög virðist nú fara vaxandi skilningur alþýðunnar í öllum þessum löndum á því að hagsmunir hennar sjeu sameiginlegir. Hafa hinir róttækari flokkar Suður-Ameríku myndað með sjer samtök gegn yfirgangi Bandaríkjanna og kalla þau A. P. R. A. (Alianza Popular I^evolucionaria Ameríkana: Lýðbyltingarsamband Ameríku). Hefur sam- band það á stefnuskrá sinni: 1) Samvinnu landanna gegn Bandaríkjunum, 2) Stjórnmálasamband ríkja latnesku Ameríku (Suöur- og Mið-Ameríku, 3) Þjóðnýting lands og iðnaðar, 4) Alþjóðaeignarrjett á Panamaskurðinum, 5) Samvinnu við allar kúgaðar þjóðir og kúgaðar stjettir heimsins. . Og samvinna sú, er síöast getur um er þegar hafin. í Briissel í Belgíu mættu i febrúar 1927 fulltrúar flestallra þjóðernis- og fjölmargra verklýðsflokka heimsins og stofn- uðu alheimssamband gegn yfirdrotnun stórveldanna (im- perialismanum). Eru í stjórn þess: Nehru (Indland). Liaii (Kína), Sengher (Afríka),Mohamed Hatta (Indlandseyj- ar), Lansbury (Bretland), Ugarte (Suður-Ameríku), Munzenberg (Þýskaland), Fimmen (Holland),og Marteux (Belgíu). Gaf fundur þessi út ávarp til allra kúgaðra stjetta og þjóða heims og lauk því svo: »Alstaðar sjáum við söniu myndina, annarsvegar tugir og hundruð miljóna, sem þrá sjálfstæði og frelsi, en liins- vegar lítill en voldugur hópur drotnara, sem reyna að

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.