Réttur


Réttur - 01.02.1927, Side 83

Réttur - 01.02.1927, Side 83
Rjettur] BARÁTTAN UM HEIMSYFIRRAÐIN 85 til þeirra, er orðið hafa fyrir vandræðum af hálfu verk- lýðsfjelaga, áður en lögin gengu í gildi. (Verndun verk- fallsbrjóta, líka frá fyrri árum og sektardómar á verlýðs- sjóðina.). Það er bannað með lögum að reyna að fá menn til að hætta vinnu, ef það er reynt á þann hátt, að sá, sem reynt er við, hefði einhverja ástæðu til aö óttast um sig. Það er bannað aö krefjast fjárframlaga til stjórnmálasjóða verka- lýðsins af meðlimi verklýðsfjelags, nema hann hafi skrif- lega samþykt það. (Tilraun til að eyðileggja verklýðs- flokkinn fjárhagslega). Starfsmenn hins opinbera mega aðeins vera í verklýðsfjelögum, sem eingöngu eru skipuð starfsmönnum hins opinbera og eru í öllu óháð og ekki bundin neinum pólitískum flokk. (Síðan fleiri ákvæði, sem takinarka notkun fjár verklýðssaintakanna o. s. frv., alt í þeim tilgangi að hindra hina politísku starfsemi þeirra). Það er af þessu auðsjeð hvað hjer er um að vera. Að banna manni með lögum að leggja niðar vinnu sina er að gera hann að þræl. Að leggja refsingar við því að hætta vinnu, er að gera verkalýðinn að þrælastjett og fram- kvæind mannrjettinda hans að glæp. Lög þessi eru því svo ógurlegt brot á öllum þeiin hugmyndum, sem ríkt hafa um mannrjettindi síðan frönsku byltinguna leið, að flest- um mun þykja furðu sæta, ef það væri ekki auðsjeð að þetta er í fullu samræmi við þróun auðvaldsskipulagsins og hnignun þess. Með þróun hringanna hafa og verklýðs- samtökin magnast, og þegar auðvaldsskipulaginu tekur svo að hnigna, sein nú er raun á orðin í Englandi, þjapp- ast verkalýðurinn svo vel saman, að auðvaldið sjer engin ráð til að rjúfa samtök hans, nema takmarka þau og næst- um banna með lögum. Er þá stjettakúgunin komin á hæsta stig, þegar verkalýðurinn á að verða þræll allrar yfirstjett- arinnar án frelsis til að hreyfa sig öðru vísi en henni þókn- ast, og hafa sjerstök lög, er aðeins gilda um hegðun hans. Afleiðing af framkvæmd slikra Iaga er eyðilegging verklýðsfjelagsskaparins sem heildar. Samhjálp verka-

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.