Réttur


Réttur - 01.01.1953, Page 4

Réttur - 01.01.1953, Page 4
4 RÉTTUR hjá boðum sundrungar og frelsistjóns: Þorgeir Ljósvetningagoði, Hallur af Síðu, Einar Þveræingur, spekingarnir, sem síðan hafa lifað í huga þjóðar vorrar og verið fyrirmynd beztu manna hennar á hættustundum íslands. Þegar ritlist og stílsnilld síðan gerðu mönnum fært að færa hugsanir, skáldskap og baráttu þessara manna í letur og stíl, eignumst vér hin einstæðu snilldarverk, Hávamál og Völuspá, íslendingasögurnar og Heimskringlu. Hugs- anir og persónuleikar Eddu og íslendingasagna voru óhugsandi, nema á grundvelli þess þjóðskipulags, sem enn var á íslandi tvær fyrstu aldir þjóðveldisins, — þjóðskipulags, sem aðallinn á megin- landinu þegar hafði rifið til grunna, einnig á Norðurlöndum, með þeim afleiðingum, að engir nema íslendingar gátu skapað þær bókmenntir, sem síðar hafa orpið bjarma á Norðurlönd, þó heið- uriim bæri íslendingum einum. Svo, þegar voldugustu höfðingjarnir höfðu sölsað undir sig jarð- irnar frá bændum, lýðréttindin frá fólkinu, — safnað auði og völdum á fáar hendur, rúð alþýðuna inn að skinninu, svikist um það sögulega hlutverk sitt að halda við og efla skipastól landsins, gloprað þannig í hendur útlendinga líftaug efnahagsins, gerzt bandamenn og hirðmenn erlendra konunga, er ásældust drottin- vald yfir íslandi, þá hafði erlent kúgunarvald náð því tangarhaldi á yfirstétt vorri, sem það þurfti til að svifta oss sjálfstæðinu. Þá gat það ráðið efnahagslífi voru með skipaferðunum og hótað að svelta oss, ef við þrjózkuðumst. Þá gat það fyrirskipað hand- gengnum höfðingjum, jafnvel að myrða beztu menn vora. Þá gat það sýkt þjóðina með áróðri sínum, hrætt vankunnandi lýð á heitum eldi helvítis, Rússagrýlu miðaldanna. Þá gat það ofsótt alla þá, sem börðust fyrir frelsi þjóðarinnar, hálshöggið og brennt. Það tók samt þrjár aldir að brjóta viðnámið og skapa á næstu öld- um það ástand, að auðmýkt lúterskunnar og undirgefnin undir konunginn og kaupmanninn væri barin inn í þá þjóð, sem eitt sinn var fyrirmynd um frelsisást og uppreisnarhug í Evrópu. í fimm aldir sökk þjóð vor dýpra og dýpra í eymd og ómenn- 62 ^gu, — allt sem afleiðing af svikum innlendrar yfirstettar 1262 ' j^^á^angi og yfirdrottnun erlends aðals- og konungsvalds. ís- '•^nzí^'höfðingjastétt dó út, hún gat ei lifað við þá eymd, sem ..jSjJpjýð^n^fórði við. Svik höfðingjanna við þjóðina hefndu sín á ■iijwMjj^FÆð s,l4lfri- En Það la við að Þjóðin dæi sjáK út líka. Á /irFi\fe>aríl^?‘?rji>rHíí hafði erlend kúgun og innlend svik komið þjóð hennar óttuðust að nú væri úti um ísland. Én þau afrelc, sem éitt sinn voru unnin, ljóð og sögur, sem um

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.