Réttur


Réttur - 01.01.1953, Blaðsíða 4

Réttur - 01.01.1953, Blaðsíða 4
4 RÉTTUR hjá boðum sundrungar og frelsistjóns: Þorgeir Ljósvetningagoði, Hallur af Síðu, Einar Þveræingur, spekingarnir, sem síðan hafa lifað í huga þjóðar vorrar og verið fyrirmynd beztu manna hennar á hættustundum íslands. Þegar ritlist og stílsnilld síðan gerðu mönnum fært að færa hugsanir, skáldskap og baráttu þessara manna í letur og stíl, eignumst vér hin einstæðu snilldarverk, Hávamál og Völuspá, íslendingasögurnar og Heimskringlu. Hugs- anir og persónuleikar Eddu og íslendingasagna voru óhugsandi, nema á grundvelli þess þjóðskipulags, sem enn var á íslandi tvær fyrstu aldir þjóðveldisins, — þjóðskipulags, sem aðallinn á megin- landinu þegar hafði rifið til grunna, einnig á Norðurlöndum, með þeim afleiðingum, að engir nema íslendingar gátu skapað þær bókmenntir, sem síðar hafa orpið bjarma á Norðurlönd, þó heið- uriim bæri íslendingum einum. Svo, þegar voldugustu höfðingjarnir höfðu sölsað undir sig jarð- irnar frá bændum, lýðréttindin frá fólkinu, — safnað auði og völdum á fáar hendur, rúð alþýðuna inn að skinninu, svikist um það sögulega hlutverk sitt að halda við og efla skipastól landsins, gloprað þannig í hendur útlendinga líftaug efnahagsins, gerzt bandamenn og hirðmenn erlendra konunga, er ásældust drottin- vald yfir íslandi, þá hafði erlent kúgunarvald náð því tangarhaldi á yfirstétt vorri, sem það þurfti til að svifta oss sjálfstæðinu. Þá gat það ráðið efnahagslífi voru með skipaferðunum og hótað að svelta oss, ef við þrjózkuðumst. Þá gat það fyrirskipað hand- gengnum höfðingjum, jafnvel að myrða beztu menn vora. Þá gat það sýkt þjóðina með áróðri sínum, hrætt vankunnandi lýð á heitum eldi helvítis, Rússagrýlu miðaldanna. Þá gat það ofsótt alla þá, sem börðust fyrir frelsi þjóðarinnar, hálshöggið og brennt. Það tók samt þrjár aldir að brjóta viðnámið og skapa á næstu öld- um það ástand, að auðmýkt lúterskunnar og undirgefnin undir konunginn og kaupmanninn væri barin inn í þá þjóð, sem eitt sinn var fyrirmynd um frelsisást og uppreisnarhug í Evrópu. í fimm aldir sökk þjóð vor dýpra og dýpra í eymd og ómenn- 62 ^gu, — allt sem afleiðing af svikum innlendrar yfirstettar 1262 ' j^^á^angi og yfirdrottnun erlends aðals- og konungsvalds. ís- '•^nzí^'höfðingjastétt dó út, hún gat ei lifað við þá eymd, sem ..jSjJpjýð^n^fórði við. Svik höfðingjanna við þjóðina hefndu sín á ■iijwMjj^FÆð s,l4lfri- En Það la við að Þjóðin dæi sjáK út líka. Á /irFi\fe>aríl^?‘?rji>rHíí hafði erlend kúgun og innlend svik komið þjóð hennar óttuðust að nú væri úti um ísland. Én þau afrelc, sem éitt sinn voru unnin, ljóð og sögur, sem um
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.