Réttur


Réttur - 01.05.1932, Blaðsíða 9

Réttur - 01.05.1932, Blaðsíða 9
svari af honum. Það var kominn upp sá kvittur, a'ð hann væri dáinn; því var líka fleygt, að hann væri orð- inn vitskertur. Eg hefi sjálfur lesið átakanlegt bréf, skrifað af gömlum fanga frá Doftana, þar sem segir, að stundum hafi heyrzt, þegar kyrt var veður, dimmir tónar frá harmasöng eða lofgerðarljóði, sem virtust koma neðan úr jörðunni. Þeir komu frá Bujor. Ung verkastúlka, Lenutza Filipovici að nafni, ásetti sér að komast á fund Bujors og sjá, hvað orðið væri um hann. Tilviljun ein gerði henni þetta kleyft. Meðan stóð á hinum pólitísku málaferlum, sem kölluð voru þriggja- hundraðamálið, hafði ákærandi hins opinbera fullyrt það, að hin átján ára gamla Lenutza hefði verið unn- usta Bujors. Þetta var lygi, en unga stúlkan reyndi að færa sér hana í nyt. Hún leitaði til hátt setts embættismanns í öryggismálaráði Rúmeníu, hins bölvaða Ranciulescus, sem stóð fyrir „kommúnistisku deildinni“. Hún sagði við hann: „Það er sagt, að Bujor sé dá- inn“. „Það er ekki rétt, hann er á lífi“, svaraði Ranciulescu. Lenutza tók nú í sig kjark og bar upp erindi sitt. „Þér vitið, að hann var unnusti minn. Eg vil ganga úr skugga um það, að hann sé enn á lífi". Embættismaðurinn hlaut að synja um þessa ósk, þar eð hann hafði stranga skipun um það, að fyrirmuna Bujor hverskonar samband við umheiminn. Lenutza hélt fram ósk sinni reiðulega. Hún hótaði að setja af stað opinbert hneyksli. Síðan grátbændi hún og kraup á kné fyrir ókindinni. Þá gerðist það, sem ótrúlegast var: Eftir langrar stundar hik lét Ran- ciulescu undan og breytti ásetningi sínum af einhverj- um ástæðum, áreiðanlega ekki af meðaumkun. Hann öskraði framan í hana: „Andskotinn hafi það þá. Þú skalt fá að sjá hann og tala við hann í þrjár mínútur“. 73
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.