Réttur - 01.05.1932, Blaðsíða 43
uffi og í veitingasölum. Hann þekkir þrældóm og líf
verkalýðsins — og hann þekkir líka auð og óhóf yfir-
stéttarinnar.
Það, sem hann hefir gefið út, —• kvæðasafnið „Glett-
ur“ og sögusafnið „Bárujárn“, — ber það með sér, að
þar er listamannseðli að brjótast fram eftir þeim leið-
um leiðsagnarlaust, sem Halldórarnir hafa auðveldar
brotið með leiðsögnum fyrirmyndarskálda sinna og lítt
látið alþýðu sjá vörður sínar á þeim vegi. Ýmsu af því,
sem Sigurður hefir gefið út, myndi hann tvímælalaust
helzt vilja brenna eftir nokkurn tíma. Svo fljótt ger-
um við okkur von um að hann vaxi upp úr sumum þeim
áhrifum, sem ennþá gera vart við sig í skáldskap hans,
— og þá einkum að honum takist að skapa sér sjálf-
stæðari og skarpari stíl. — En það er ekki tilætlunin
hér, að halda sér við það ófullkomna í skáldskap Sig-
urðar til að gagnrýna það, — heldur hitt, að sýna ein-
mitt þá frjóanga, sem hann frá lífinu, sem hann þekk-
ir, kemur með inn í skáldskapinn og auðgar hann með.
Með Sigurði er skáld úr verkalýðsstétt að brjótast
fram til fullkomnari listar, er öreigafulltrúi að reyna
að leggja undir sig listina og beita henni — ýmist óaf-
vitandi eða vísvitandi — sem vopni í baráttu stéttar-
innar. Iiann mótast að vísu til að byrja með af þeim
borgaralegu, venjulegu bókmenntum, sem almennt
drottna yfir hugum verkalýðs og miðstéttanna. Eldri
sögurnar í „Bárujárn“ og flest-öll kvæðin bera þess
greinilegar menjar. En undir lifir samt baráttuhugur
verklýðssinnans og brýzt fram öðru hvoru gegnum
ástarkvæðin og eldri sögurnar. Hann skilur þá breyt-
ingu á íslenzka þjóðfélaginu, sem lýst er í 1. hluta þess-
arar greinar, og spyr:
„Einokun Dana drengir sannir hata
og drottnunargirni sömu herrum frá,
sem úr oss fyrrum fjörmagnið píndu,
sú foráttu tíð er löngu gengin hjá.
107