Réttur - 01.05.1932, Blaðsíða 40
áSur eru til, heldur vill ryðja nýjar brautir. Og þróuii
H. St. viljum við athuga ofurlítið.
Það, sem gefur skáldinu gildi fyrir samtíð sína.
og framtíðina, er ekki einungis list hans, — og ekki
hún fyrst og fremst — heldur erindið, sem listaverk
hans eiga til samtíðarmannanna, samræmið í boðskap
listaverksins við skapandi framtíðaröfl mannfélagsins..
Og það samræmi næst nú á tímum eingöngu með skáld-
skap í anda sósíalismans.
Halldór Stefánsson beitir líka list sinni, meir og meir
í þessum anda, án þess þó auðvitað að spilla henni með
opinberri „agitation“. Persónur og sögugangur verða að
> tala fyrir sig sjálf, en í lýsingarnar — umgjörðina, —
sem sífellt ná meira og meira listagildi í sögum hans —
er komið fyrir hvað eftir annað hinum snjöllustu „teikn-
ingum“ af stéttaandstæðum auðvaldsþjóðfélagsins og
stéttakjörum verkalýðsins. Og því kaldhæðnari, sem
tónninn í þessum „umgjörðum“ verður, — því betur
finnur maður eldinn brenna inn undir hjá höfundi. Um-
gjörðir eins og í „Liðsauka“ eða litla stutta lýsingin á
sjávarþorpi í sögunni „Réttur“ (í „Rétti“ 16. árg. 4.
hefti) eru list, sem aldrei hefir sést áður á íslandi í
smásögum, en er hinsvegar andlega skyld stíl Þórbergs.
og H. K. Laxness. Hið frumlega hjá H. St. er einmitt.
notkunin, sem umgjörð — og svo gefur hann hinum
listbræðrum sínum ekkert eftir í stílnum.
Sú saga H. St., sem1 berast kemur inn á stéttabarátt-
una, er „Nýmáluð“ í „I fáum dráttum“. Það er furðu
djarft og spámannlegt, að gefa út 1930, á síðasta ári
„blómatíma“ auðvaldsins á Islandi, svo róttæka sögu
um verkföll og atvinnuleysisbardaga og ekki vantar að
höfundurinn hafi reynst nógu sannspár. En munurinn á
þroska H. St. frá þeim tíma til nú, kemur greinilega.
fram einmitt í vali umgjörðarinnar, um þessa sögu.
Hefði þar komið álíka lýsing á Reykjavík og er í „Liðs-
auki“ á Berlín — í stað þess að flétta Adam, Evu og.
104