Réttur


Réttur - 01.05.1932, Blaðsíða 10

Réttur - 01.05.1932, Blaðsíða 10
Hún fékk skírteini, sem opnaði henni þegar í stað lása og lokur fangelsisins. Hún varð að fara gegn um löng og dimm göng, þar sem lagði frá veggjunum ís- kalt loft. Yið endann á göngunum staðnæmdist vörður- inn, lykli heyrðist snúið í skráargati og hin þunga hurð hvelfingarinnar rann til hliðar, svo að sá í járngrindur. Loks kom Lenutza auga á fangann bak við grindurnar. Föt hans voru sundurtætt og skeggið vaxið í órækt. Hann lá samanhnipraður á trébekk, og Lenutza veitti því eftirtekt, að þessi daufa Ijósglæta, sem féll inn í klefann gegnum opnar dyrnar, hafði gert honum of- bjart í augum, eins og bjartasta sólskin. Hann var ringlaður í svipinn og eins og hann væri ekki með sjálfum sér. Sex ár í dimmri dýflissunni voru búin að slökkva út anda hans. Lenutza rétti honum höndina gegn um járngrind- urnar eins og af eðlishvöt, en vörðurinn kippti henni hrottalega aftur á bak. í nokkur augnablik gat hún engu orði upp komið, og henni vöknaði ekki einu sinni um augu. Hún stóð þarna ráðþrota. Loks sagði hún: „Bujor félagi, eg er kominn til þess að færa þér kveðju vina okkar“. Við hljóminn af röddinni sást einkennileg breyting á fanganum. Það birti yfir andliti hans, og hann tók að tala veikum rómi, en fullkomlega skýrt. Rödd deyj- andi manns talaði um hina þungu áhyggju, sem hafði þjakað hann alla þessa mánuði og ár sem hann hafði légið innibyrgður í þessari gröf. Hann minntist ekki á sjálfan sig né heldur á kunningja sína eða ættingja. Hann spurði stúlkuna aðeins þessarar spurningar: „Eru Bolsévikkar ennþá við völd í Rússlandi?“ „Já“, gat hún svarað honum, en þá skarst vörðurinn í leikinn og sagði ruddalega: „Engin stjórnmál! Skiljið þið það!“ Þau þögnuðu. Loks spurði hún: „Áttu nokkra ósk, Bujor félagi?“ „Nei“, svaraði hann. „Nú er eg hamingjusamur". 74
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.