Réttur


Réttur - 01.05.1932, Side 10

Réttur - 01.05.1932, Side 10
Hún fékk skírteini, sem opnaði henni þegar í stað lása og lokur fangelsisins. Hún varð að fara gegn um löng og dimm göng, þar sem lagði frá veggjunum ís- kalt loft. Yið endann á göngunum staðnæmdist vörður- inn, lykli heyrðist snúið í skráargati og hin þunga hurð hvelfingarinnar rann til hliðar, svo að sá í járngrindur. Loks kom Lenutza auga á fangann bak við grindurnar. Föt hans voru sundurtætt og skeggið vaxið í órækt. Hann lá samanhnipraður á trébekk, og Lenutza veitti því eftirtekt, að þessi daufa Ijósglæta, sem féll inn í klefann gegnum opnar dyrnar, hafði gert honum of- bjart í augum, eins og bjartasta sólskin. Hann var ringlaður í svipinn og eins og hann væri ekki með sjálfum sér. Sex ár í dimmri dýflissunni voru búin að slökkva út anda hans. Lenutza rétti honum höndina gegn um járngrind- urnar eins og af eðlishvöt, en vörðurinn kippti henni hrottalega aftur á bak. í nokkur augnablik gat hún engu orði upp komið, og henni vöknaði ekki einu sinni um augu. Hún stóð þarna ráðþrota. Loks sagði hún: „Bujor félagi, eg er kominn til þess að færa þér kveðju vina okkar“. Við hljóminn af röddinni sást einkennileg breyting á fanganum. Það birti yfir andliti hans, og hann tók að tala veikum rómi, en fullkomlega skýrt. Rödd deyj- andi manns talaði um hina þungu áhyggju, sem hafði þjakað hann alla þessa mánuði og ár sem hann hafði légið innibyrgður í þessari gröf. Hann minntist ekki á sjálfan sig né heldur á kunningja sína eða ættingja. Hann spurði stúlkuna aðeins þessarar spurningar: „Eru Bolsévikkar ennþá við völd í Rússlandi?“ „Já“, gat hún svarað honum, en þá skarst vörðurinn í leikinn og sagði ruddalega: „Engin stjórnmál! Skiljið þið það!“ Þau þögnuðu. Loks spurði hún: „Áttu nokkra ósk, Bujor félagi?“ „Nei“, svaraði hann. „Nú er eg hamingjusamur". 74

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.