Réttur


Réttur - 01.05.1932, Blaðsíða 63

Réttur - 01.05.1932, Blaðsíða 63
R I T S J A Magnús Helgason: KvöldræCur í Kennaraskólanum. Þetta er sú bók síðasta árs, sem mest lof hefir fengið hér á landi. Ekki verður því neitað, að mai-gt er um hana vel og sumt ágætt, og fyrir margi-a hluta sakir er hún merkileg. Hún er sýn- ishorn af starfi, sem mjög hefir verið rómað, — samtali vinsæl- asta skólastjóra landsins við nemendur sína og um leið fær mað- ur nokkra hugmynd um árangur þess starfs. Stíll og mál er ágætt og með köflum undurfagurt, svo að vafa- mál er, hvort nokkur núlifandi íslendingur ritar fegurra mál. Greinin um Þjórsárdal er unaðsleg. Þar er listfeng lýsing á stór- fenglegu landslagi, æfintýrabjarma slegið yfir munnmæli og þjóðsagnir, sem heima eiga í þessum víða, tilbreytingarmikla dal, sem eitt sinn var þéttbyggður, en nú að mestu í auðn fall- inn. Það er tvímælalaust bezta ræðan og næst um Landnámu. Það er augljóst, að þar er að verki maður, sem hefir næma til- finningu fyrir því lífi, sem leynist bak við stuttar og rólegar frásagnir í hinum fornu ritum og skáldlega sýn og framsetn- ingargáfu til að gera þær lífríkar, áhrifamiklar og heillandi. En þó er bókin ekki merkilegust fyrir þessar greinar. Merki- legust er hún fyrir það, hve lítið merkilegt er í henni að finna- Magnús Helgason hefir verið talinn einn af mestu uppeldisfræð- ingum landsins. En í þessari bók vottar hvergi nokkurs staðar fyrir nýjum stefnumiðum í þeirri grein. Öll uppeldisfræðin eru undur almennar áminningar um skapstillingu, göfgi, mannkær- leika, manndóm og fleiri slíkar gamalkunnar dyggðir. Þegar hann talar við nemendur sína, sem hann er að búa út í lífið til að annast mikilvægan þátt í uppeldi næstu kynslóðarinnar, þá hef- ir hann engin heilræði að bjóða þeim, — það er ekki eitt orð í bókinni, sem bendir til þess, að hann hafi nokkurn skilning á þeim tíma, sem er að líða og þeim verkefnum, sem framundan bíða á sviði uppeldismálanna. Margar setningar bókarinnar eru merkilegt dæmi þess, hvern- ig ja.fnvel prýðilega gáfaðir menn geta talað barnalega, þegar þeir koma eitthvað inn á vandamál nútímans. Hann er á sama máli og þingeyskur t)óndi, sem hann átti eitt sinn tal við, sem taldi fornsögur okkar og biblíuna meira menningargildi hafa en nýjustu heimsbókmenntir. Má hér sjá eitt greinilegt dæmi þess, hve sú kynslóð, sem nú er til grafar að ganga, liefir mikla ótrú á því, að fólk fylgist með í þeim straumum, sem um heiminn ganga, en lifi heldur áfram í löngu liðnum tímum. I fornsögurn- 127
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.