Réttur - 01.05.1932, Blaðsíða 11
Þau kvöddust og hún fór. Bækurnar og matföngin,
sem hún hafði tekið með sér handa honum, fór hún með
aftur. Það var ógerningur að brjóta bannið. Bujor
mátti engan hlut fá að utan.
Þessar staðreyndir gerðust eigi alls fyrir löngu. Þær
varpa ekki einasta björtu ljósi á villimennsku þeirra
forystumanna stórþjóðanna, sem enn í dag drottna
yfir stjórnum hinna smærri ríkja og eru umburðar-
samir vitorðsmenn um níðingsverk þeirra — þær sýna
jafnframt, að draumurinn um betri veröld vakir í
hjörtum allra kúgaðra, jafnvel þeirra, sem vængstýfð-
ir voru að fullu og harðast úti, að hann lifir meðal allra
undirokaðra manna.
Sterkari en þjáningar, sjúkleiki eða vitfirring, lifir
trúin á hina einu frjálsu þjóð jarðarinnar og hið ör-
lagaþrungna fordæmi hennar.
Og þessi trú hefir í sér fólgið ógurlegt sprengimagn.
(Saga þessi, sem tekin er úr bókinni »Staðreyndir« eftir Henry
Barbusse, skýrir frá sönnum viðburðum, eins og allar sögurnar í
þeirri bók. Þýð.
ALÞJÚÐA
RAUÐA SAMHJÁLPIN
Rauða samhjálpin er alþjóðlegur félagsskapur, sem
stofnaður var fyrir 10 árum, 30. nóv. 1922. Það var
„félag fyrrverandi fanga og landflóttamanna“ í Rúss-
landi, sem átti frumkvæðið að stofnuninni, félagsskap-
ur manna, sem á keisaratímunum höfðu orðið að sæta
ofsóknum, tugthúsvist og Síbiríu-þrælkun fyrir póli-
tískar skoðanir sínar og starfsemi í þágu verkalýðsins.
Rauða hjálpin er félagsskapur, óháður pólitískum
flokkum, sem setur sér það hlutverk, að aðstoða og
hjálpa öllum þeim, sem verða ofsóknum og stéttar-
75