Réttur - 01.05.1932, Blaðsíða 50
brautryðjendastarfið í verkalýðssamtökunum, fyrir
dag-leg-a forustu sína í hagsmunabaráttu verkalýðsins.
Hún er ekki básúnuð út sú barátta, hennar er ekki minst
í útvarpinu nje í ræðum prestanna, — og skáldin okkar
verða að skyggnast djúpt inn fyrir yfirborðið í hreyf-
ingunni til að skynja og upplifa þann hetjuþrótt, sem
fjölmargir verkamenn sýna í hinni daglegu baráttu við
alla örðugleika, sem þeir hafa við að stríða, allt frá
andlega drepandi deyfð og líkamlega drepandi fátækt
öreigalífsins í smáþorpum Islands til hungurtilrauna,.
særinga og árása yfirvalda og þýja þeirra.
Eg vil minna þessi skáld okkar á orð Stephans G.:
„. . . Minna reynir styrk hins sterka
stæltur dauði og þyrnikrans,
heldur en margra ára æfi
eydd í stríð við hjátrú lands,
róg og illvild ..
Eg vil líka taka upp orð Krapotkins úr snildarriti
hans „Samhjálp", er hann lýsir kynnum sínum af hin-
um nafnlausu hetjum verklýðshreyfingarinnar: „Eg
hefi séð fjölskyldur, sem ekki vissu hvað hafa skyldi til
næsta máls, af því maðurinn var einangraður í bænum,.
sökum starfa síns við blaðið, en konan hafði ofan af
fyrir fjölskyldunni með saumum, og þetta ástand hélst
árum saman, unz fjölskyldan, án nokkurs ásökunarorðs,
dróg sig í hlé, eins og hún vildi segja: „Nú getið þið
haldið fram, við getum ekki meir“. Eg hefi séð menn,
sem þjáðust af tæringu og vissu það, ganga engu að:
síður um til að undirbúa fundi, þó í þoku væri og hríð,
eða tala á fundum fáum vikum fyrir dauða sinn og fara
þá fyrst á sjúkrahúsið, ef til vill með þessum orðum:
„Vinur, það er búið með mig; læknirinn segir, að eg
geti ekki lifað nema fáar vikur; segið þið félögunum,
að mér þætti vænt um, ef þeir kæmu að heimsækja
mig“. Eg hefi séð atburði, sem myndu vekja mestu að-
dáun, ef eg segði frá þeim hér; en jafnvel nöfnin á
mönnunum, er við atburðina voru riðnir, eru varla..
114