Réttur - 01.05.1932, Blaðsíða 42
Halldóranna er hún vissulega fullsæmd. En skilyrðið til
þess eru víxl áhrifin milli verkalýðsins og skálda hans
— og skulum við koma að því síðar.
Þ>eir Halldórarnir
hafa átt að nokkru
leyti hægt um vik —
án þess þó að ætla að
gera lítið úr krafti
þeirra sjálfra — með
að þroska sig svo mik-
ið, sem raun er á orð-
in. Hið borgaralega
þjóðfélag hefir gefið
þeim tækifæri til
menntunar, listþroska
og tómstunda, — þótt
af skornum skamti sé
fyrir H. St. — og
jafnframt hefir sósí-
alisminn opnað þeim
nýja heima og forðað
þeim frá andlegri spillingu hins deyjandi auðvalds-
skipulags.
Það væri því allt of ófullkomin mynd af þróunar-
leiðum íslenzkra skálda af kynslóðinni frá 1900 til sósí-
alismans, ef ekki væri tekinn einhver fulltrúi fyrir þau
skáld, sem búa við verkalýðskjör, og ekki hafa fengið
að lifa í því andlega samlífi við stórskáld nútímans og
heimsbókmenntanna, sem Halldórunum sakir tungu-
málakunnáttu og tómstunda hefir verið auðið. Við skul-
um taka Sigurð B. Gröndal sem fulltrúann fyrir þau
skáld, þótt við ekki vitum, hvort þau eru fleiri eða
færri.
Hér er ungt skáld á ferðinni, 28 ára að aldri. Hann
hefir unnið fyrir sér sem þjónn, bæði á millilandaskip-
106