Réttur


Réttur - 01.05.1932, Blaðsíða 5

Réttur - 01.05.1932, Blaðsíða 5
strýkja „kærleiksheimilið“ ísland með sveitarflutningi sínum árið 1932? Það bærir enginn á sér í hópi þeirra, sem hæst tala um mannúð og persónuleg réttindi. Þar ríkir þögn. Þar eiga smælingjar ekkert athvarf lengur.------- En ein rödd hefir rofið þessa svívirðingaþögn. Það er rödd atvinnuleysingjanefndarinnar í Reykjavík — og rödd Kommúnistaflokks Islands. Sú rödd er ennþá rödd hrópandans í eyðimörkinni, en hún skal vaxa sem stormbylur unz hún nær til allra þeirra, sem líða og þjást og þess vegna finna til með þjáningarsystkinum sínum. Hún skal vaxa unz hún hrífur allt með sér, sem til er af mannúðartilfinningu og réttlætisþrá í hjörtum vinnandi stéttanna á íslandi. Þ^í hún er ákæra hinna undirokuðu gegn óréttlætinu, sem þeir eru beittir, ákæra hinna fátækustu af þeim fátæku, gegn auði og völdum íslands á 20. öld. Og hún skal brennimerkja svívirðinguna í fátækralöggjöf ís- lands unz valdhafana svíður svo undan brennimarkinu, að þeir afmái það! Við ákærum Knud Zimsen og þorparalið hans, sem ræna þúsundum króna úr bæjarsjóði sjálfum sér til handa, en pína fátæklingana í pestarhíbýlum, flytja þá nauðuga sveitaflutningi, slíta börn frá foreldrum og traðka persónufrelsi fátækra hlæjandi í forina. Við ákærum meiri hluta kratabroddanna í bæjarstjórn Hafnarfjarðar og annarra „jafnaðarmannabæja“, sem básúna í blöðum sínum „jafnaðarmennsku“ og „yf- irráðin til alþýðunnar“, en beita sjálfir þrælatökum við þá smælingja, sem varnarlausastir eru allra, — og ekki einu sinni geta hefnt sín við kjörborðið. Við ákærum alþingismenn Islands, sem lögleiða þessa svívirðu með því að viðhalda lögum um þrælahald fá- tæklinga, þrátt fyrir mótmæli alþýðu. Við ákærum stjórn Alþýðusambandsins fyrr og nú, sem átti hægt um hönd á árunum 1928—’31 að knýja fram mannréttindi sveitarþega og afnám sveitarflutn- 69
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.