Réttur


Réttur - 01.05.1932, Blaðsíða 20

Réttur - 01.05.1932, Blaðsíða 20
því svo soltinn var eg, aS eg át svo að segja allt sem eg náði í. Vanalega svöruðu bændurnir mér því einu, að þeir spörkuðu mér frá sér, aðrir tóku mig og lú- börðu og sögðu, að eg væri þjófur og flakkari. Vegna þess að eg var að mestu leyti nakinn, fann eg sárt til högga böðulsins og mig sveið innar. Eg fylltist hatri til mannanna. Eg fann, að eg tilheyrði þeim ekki, en hvað átti eg að gera? Eg var barn, þar að auki grind- horaður og sundur flakandi í sárum eftir högg og illan aðbúnað. Þegar kaldast var, skreið eg inn í eitthvert útihús, þegar eg átti þess kost. Annars lá eg oftast úti. Þannig leið æfi mín til hér um bil 14 ára aldurs, eftir því sem eg held, því eg hefi ekki hugmynd um aldur minn. Hatrið var orðið svo brennandi, að mig langaði oft til að drepa böðla mína. Þegar eg var kominn á þenn- an aldur, fór eg að biðja bændurna um vinnu, en svarið var enn hið sama, þó var stundum fleygt til mín ein- hverju rusli að éta, en oft var það verra en hundar eða svín gerðu sér að góðu. Eg veit ekki hvað hefði orðið um mig hefði eg ekki af tilviljun frétt af „Rauða hernum“, sem þá var ný- stofnaður. Eg gekk og leitaði dag eftir dag, unz eg að lokum hitti deild úr „Rauða hernum“. Eg gekk þeg- ar til hins fyrsta, sem eg náði til, og tjáði honum sögu mína. Maður þessi kom mér á framfæri og eg var tek- inn í herinn. Mér voru gefin föt, þau hafði eg aldrei átt, aðeins tuskur, sem eg hnýtti saman utan um mig. Eg var spurður um nafn og aldur, en, hvorugt vissi eg. Þá var eg nefndur því nafni, sem eg heiti nú. — Þá kom byltingin. Eg barðist eins og eg gat við hlið þessara verndara minna. Eg var sannfærður um, að við höfðum rétt mál að verja. Eg slapp í gegn um alla byltinguna, eins og þið sjáið, og svo var eg settur til mennta. 1 fyrstu vissi eg hvorki upp né niður í neinu því, er mentir heita, en brátt varð eg læs og skrifandi og þá fór málið að skýrast fyrir mér. Eg lagði stund á almenn fræði og ýms þjóðfélagsfræði, svo sem uppeld- ismál. Á seinni árum hefi eg lært mest í gegn um út- varpið. Það tíðkast orðið mikið hér, því útvarp er svo að segja í hverju húsi. Eg hefi nú lokið ýmsum prófum og nú er eg bústjóri hér í nágrenninu. Eg ætla ekki að lýsa því, hve skoðun mín á lífinu hef- ir breyzt. Nú hata eg engan mann, þvert á móti, mér þykir vænt um alla menn, en eg hata af öllu hjarta 84
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.