Réttur - 01.05.1932, Blaðsíða 49
pólitík sósíaldemokratanna, sem fyrir stríðiS flæmdi á
brott hetjuskapinn, sem þá síðast blossaði upp í verk-
lýðshreyfingunni 1905 (í rússnesku byltingunni og bar-
áttu verkalýðsins gegn stríðinu það ár). Það var sú af-
sláttar- og bræðingspólitík, sem leiddi af sér bleyði-
mennskuna og svikin, sem ofurseldu verkalýðinn auð-
valdsblóðbaðinu 1914, — unz rússneska byltingin aftur
hóf hetjuöld sósíalistiskrar verklýðsbaráttu og hóf upp
þann fána, sem Marx og Engels áður höfðu borið, en
Lenin og Liebknecht verndað meðan á stríðinu stóð og
.svikin og liðhlaupin náðu hæst.
Það er fordæmi rússnesku byltingarinnar, sem síð-
an skapar það af sósíalisma og frelsisbaráttu, sem til
er í verklýðsbaráttu á íslandi. — En þau áhrif hafa
geymzt og dulizt með fjöldanum — hið „neðra“, en á
yfirborðinu hafa broddarnir synt — og yfir „baráttu“
þeirra (í bæjarstjórnum og Alþingi) hefir verið allt
annað en hetjubragur. Þeim skáldum, sem nú eru á leið
til sósíalismans, er því vorkunn mikil, þótt þau hafi ekki
ennþá skapað hetjusögu íslenzkrar verklýðshreyfingar.
Hvan er þá hetjuskapur sá, í þessari hreyfingu, —
sem enginn maður ennþá opinberlega hefir látið lífið
fyrir —, sem verða mætti skáldunum að yrkisefni, munu
sumir spyrja.
Hann er til.
Við meinum ekki þar með þann hetjuskap, sem fjöl-
margir menn og konur úr íslenzkri verklýðsstétt dag-
lega sýna, í að líða og þjást, í að þola allt, jafnvel
dauðann sakir auðvaldsskipulagsins, láta fórna sér jafn-
vel tugum saman, eins og togarasjómönnunum hvað
eftir annað. Sá hetjuskapur er efnið í sorgarsögu verka-
lýðsins, en ekki í þann frelsisóð, það leiftrandi fordæmi,
það hetjuljóð, sem bókmenntirnar nú fyrst og fremst
þurfa að gefa verkalýðnum, til að verða vopn í baráttu
hans, vopn í sigurför sósíalismans.
Við eigum við hetjubaráttu þess verkalýðs, sem of-
.sóttur er fyrir sósíalistiska sannfæringu sína, fyrir
113