Réttur - 01.05.1932, Blaðsíða 55
hafnarverkamannasamtök þau, sem sósíaldemokratar
ráða yfir, eru orðin hjálparverkfæri auðvaldsins til þess
að sundra verkamönnum og skipuleggja árásir auðvalds-
ins (Duisburg, Thems, Gdynia, Amsterdam o. v.).
Alþjóðlega samfylkingu sjómanna og hafnarverka-
manna í baráttunni við útgerðar-auðvaldið hefir vant-
að, en hún er skilyrðislaus nauðsyn fyrir sigursælli
vörn og gagnsókn verkalýðsins.
Því meir sem kreppan harðnar, því harðari verða á-
rásir auðvaldsins á laun og lífsskilyrði sjómanna og
hafnarverkamanna. Gegn nýjum, yfirvofandi árásum af
hendi útgerðar-auðvaldsins verða sjómenn og hafnar-
verkamenn allra landa að hervæða sig í tíma; samfylkj-
ast til baráttu fyrir hagsmunakröfum sínum, gegn auð-
valdinu og þjónum þess, gegn styrjaldaráformum stór-
veldanna.
III.
Kreppan hér á landi hefir á þessu ári vaxið stór-
kostlega. Mestur hluti togaraflotans hefir legið óhreyfð-
ur mikinn hluta ársins; atvinnuleysið hefir farið dag-
vaxandi, og er nú meira en nokkru sinni áður. Fram-
undan er hungur og neyð meðal verkalýðsins.
Jafnóðum og verkanir heimskreppunnar hafa aukizt
hér á landi, hefir íslenzka útgerðar-auðvaldið, með h.f.
Kveldúlf í broddi fylkingar, ráðizt heiftarlega á laun
og lífsskilyrði verkalýðsins, og þá fyrst og fremst sjó-
mennina. Þessar tilraunir auðvaldsins til að leysa sig
úr kreppunni á kostnað verkalýðsins, hafa að mestu
leyti heppnast hingað til; þ. e. því hefir tekizt að lækka
laun verkalýðsins í mörgum tilfellum (í Reykjavík,
Siglufirði og víðar, lækkun krónunnar o. s. frv.).
Ástæðurnar fyrir ósigrum og undanhaldi verkalýðs-
ins í baráttunni við útgerðar-auðvaldið, er vöntun á
samfylkingu og sjálfstæðri stjórn verkalýðsins á bar-
áttunni annars vegar, og erindrekstur kratabroddanna
fyrir auðvaldið og svik við verkalýðinn hinsvegar.
119