Réttur


Réttur - 01.05.1932, Blaðsíða 21

Réttur - 01.05.1932, Blaðsíða 21
heimsstefnu þá, sem níðist á lítilmagnanum, í stað þess að hjálpa honum. Eg hefi svo áþreifanlega kynnst and- stæðunum. Hugsið þið ykkur mismuninn á bændunum, sem píndu mig og hermönnunum, sem græddu sár mín, tóku mig upp úr sorpinu og gerðu mig hæfan til að starfa fyrir þá göfugustu hugsjón sem fæðst hefir í þennan heim“. Þegar maðurinn hafði lokið máli sínu, fletti hann sig klæðum, og sýndi okkur örin á líkama sínum, eftir högg og misþyrmingar bændanna. Það var hræðileg sjón. „Eg er ekki sá eini“, bætti hann við. „Þeir eru mörg hundruð sem geta sagt líka sögu, og hér er einn“. Hann benti á einn félaga sinn, en hann vildi ekki segja sögu sína. Sá maður var orðinn verkfræðingur. Hann hafði einnig að mestu leyti lært í gegn um útvarp“. Síðan var haldið til Tvnpse, þar sem eru miklar olíu- hreinsunar-stöðvar. Borgin er ennfremur fræg fyrir ávaxtarækt og ágæt vín. Var þar mikið af hressingar- hælum og sjúkrahúsum. Var nú haldið borg úr borg og loks upp í fjalllendi Kaukasus á bílum, þegar járn- brautir náðu ekki lengra. Á einum stað milli þorpsins Adler og Krasnaja Poljona, lá vegurinn höggvinn inn í 250 metra háa hamra, og gamalt munkaklaustur gnæfði við himinn rétt áður en hinn hrikalegasti kafli vegar- ins hófst. Segir skýrslan svo frá: „Margir sem þennan veg fara, verða að loka augun- um, því ægilegt er niður að líta, jafnvel fyrir þá, sem ekki eru lofthræddir. Á einum stað eru göng í gegn um bergsnös, sem skagar fram úr hömrunum. Bílstjórinn hægir ferðina þegar skammt er til ganganna; rétt við mynni þeirra stöðvar hann vagninn og tekur ofan huf- una. Við fylgjum dæmi hans. Dauðaþögn ríkir í vagn- inum. Allir stara á litla, 5 strenda steinsúlu, með stjörnu á toppinum, sem stendur hægra megin við opið á göng- unum. Eftir stutta stund er haldið áfram gegn um göng- in. Okkur verður litið til baka til klaustursins, sem er löngu horfið sjónum. Litla 5 strenda súlan minnir okkur á turna þess og þýðingu þeirra. Hún hrópar líka á guð réttlætisins, en hún leitar hans ekki uppi í bláma him- insins, heldur í sál verkamannsins. Bíllinn staðnæmist aftur, hjá stóru tré, sem stendur eitt sér á hamrabrún- 85
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.