Réttur - 01.05.1932, Blaðsíða 16
inni; en Jakob reit fróðlega grein um ferðina í „Rétt“
1929.
Um líkt leyti var „Dagsbrún" boðið að senda
verkamannanefnd til Sovétríkjanna á hátíðahöldin 7.
nóv. En því boði var hafnað að tillögu kratabrodd-
anna. Sýndi sú höfnun að tilgangslaust var að bjóða
félögum, sem kratabroddarnir réðu lögum og lofum
í, að senda nefnd til ráðstjórnarríkjanna.
Vorið 1931 var svo Verklýðssambandi Norðurlands
boðið að gangast fyrir að senda 10 manna verka-
mannanefnd til Rússlands 7. nóv. 1931. Var tekið til
óspiiltra mála með undirbúninginn og 6. okt. héldu
eftirtaldir menn af stað með „Goðafoss“ til Hamborg-
ar áleiðis til Moskva.
1. Baldvin Björnsson, iðnaðarmaður, Vestmanna-
eyjum.
2. Elín Guðmundsdóttir, verzlunarstúlka, Reykja-
vík.
3. Gísli Sigurðsson, verkamaður, Siglufirði.
4. Jens Hólmgeirsson, bústjóri, Isafirði.
5. Jón Jónsson, landbúnaðarverkamaður úr Þing-
eyjarsýslu.
6. ísleifur Sigurjónsson, verkamaður, Reykjavík.
7. Kjartan Jóhannsson, sjómaður, Reykjavík.
8. Kristján Júlíusson, verkamaður, Húsavík.
9. Marteinn Björnsson, járniðnaðarmaður, Reykja-
vík.
10. Þórður Benediktsson, verkamaður, Vestmanna-
eyjum.
Ennfremur fór með nefndinni Steinþór Steinsson,
verkamaður, er unnið hafði til ferðar í verðlaunasam-
keppni ,,Verklýðsblaðsins“ um áskrifendafjölgun.
Flestir voru nefndarmennirnir kosnir af verkalýðn-
um á viðkomandi stöðum og kostaði verkalýðurinn á
stöðunum að mjög miklu leyti ferðina, en þó lögðu
nefndarmenn flestir einnig mikið fram á móti. Sér-
staklega ber að geta þess að Jens Hólmgeirsson, sem
80