Réttur - 01.05.1932, Blaðsíða 41
Paradís þar inn í, — þá hefði þessi saga orðið að lista-
verki, sem heild, en nú er hún mjög gölluð á pörtum.
Lýsing umhverfisins er sterkasta hliðin í sambandi
við efnisval Halldórs. Persónurnar, sem hann skapar,
voru hinsvegar lengst af tiltölulega óljósar „typur“. Á
það einkum við í „í fáum dráttum". Hinsvegar tekst
honum bæði í „Rétti“ og „Liðsauki" að skapa virkilega
lifandi persónur og svo er og í þeim sögum, sem hann
síðan hefir skrifað. íslenzki öreigalýðurinn er að koma
lifandi fram á sjónarsviðið hjá honum, — en það, sem
hann á eftir að ná, er að sýna hann í stéttabaráttu sinni,
þar sem jafnt einstaklingar, sem fjöldi, séu þrungin
krafti og kyngi frelsisbaráttunnar.
Halldór skáldar enn sem komið er um hina smærri,
sjálfkrafa uppreisn hinna einangruðu fátæklinga, gegn
lögreglu og yfirvöldum (Guðmund í „Rétti“, „órekil-
inn“ í „Liðsauki", þvottakonuna í „Þjófnaður") —
en þeir berjast allir sem einstaklingar, ekki sem hluti
af skipulagðri heild og því síður með vissuna um hlut-
verk sitt, sem verkalýðs — fyrir augum.
H. Sý. kemur ekki sem menntamaðurinn utan að til
verklýðshreyfingarinnar — eins og H. K. Laxness, hann
kemur ekki með lýsingar á boðberum eins og Arnaldi.
H. St. finnur virkilega og upplifir uppreisn í verka-
lýðsstéttinni, — en hann skapar ekki í list sinni sam-
bandið milli einstaklinga og heildarinnar — milli ein-
angraðrar uppreisnar einstaklingsins og hinnar sósíal-
istisku frelsisbaráttu —, nema stundum nálgast hann
það með lýsingu umhverfisins — með myndum um-
gjörðarinnar, sem einmitt þessvegna er sterkasti þátt-
urinn í list hans.
Það gefur okkur jafnframt vonina um að Halldór
Stefánsson verði von bráðar smásagnaskáld frelsisbar-
áttu verklýðsstéttarinnar — eins og H. K. Laxness ætl-
ar sér stóru skáldsagnirnar. — Við erum þess fullviss-
ir, að íslenzk verklýðshreyfing mun eignast slík skáld,
þegar hún virkilega verðskuldar það — og af list þeirra
105