Réttur


Réttur - 01.01.1933, Qupperneq 4

Réttur - 01.01.1933, Qupperneq 4
stríðskommúnismans. I>að er augljóst, að á þeim ár- um gat ekki verið um að ræða uppbyggingu sósíalism- ans. — Árið 1921 mátti heita, að Rússar væru búnir að hreinsa landið að hinum hvítu herjum gagnbylting- arinnar. Á því ári hefst nep-tímabilið, tímabil hinn- ar ,,nýju ökónómísku stefnu“. Stefna þessi var í því fólgin, að verzlunin var á ný gefin frjáls og einka- auðmagninu fengnar nokkrar ívilnanir, þó auðvit- að innan þeirra takmarka, sem öryggi öreigaalræð- isins hlaut að afmarka. Fyrsta tímabil nep-stefnunn- ar var í eðli sínu nauðsynlegt undanhald, meðan ver- ið væri að safna kröftum eftir borgarastyrjöldina, en enginn ósigur. Og þegar á næsta ári eru bolsi- vikkar orðnir svo fastir í sessi, að þeir geta stöðvað þetta undanhald. Þar með byrjar viðreisnartímabil þjóðarbúskaparins. Hér er þó enn ekki um beina sósíalistiska uppbyggingu, að ræða, heldur er verið að reisa úr rústum það, sem hrunið hafði og eyði- lagzt á árum stríðsins og borgarastyrjaldarinnar. 1928 er þessu viðreisnartímabili lokið. Þá er fram- leiðslan í flestum greinum komin á sama stig eða hærra en 1913. Og nú er hægt að byrja fyrir al- vöru á uppbyggingu sósíalismans. Með 1. október 1928 hefst framkvæmd 5 ára á- ætlunarinnar, sem er ekki annað en fyrsti liðurinn í enn almennari 15 ára áætlun. Hlutverk fyrstu 5 ára áætlunarinnar var, sem sagt, að leggja grundvöllinn að hinu sósíalistiska skipulagi. En hvað er fyrst og fremst nauðsynlegt, til þess að hægt sé að segja, að slíkur grundvöllur sé lagður? 5 ára áætlunin á sviði iðnaðarins. Verkalýðurinn tók við Rússlandi úr höndum keis- arastjórnarinnar, úr höndum aðalsins og auðvaldsins rússneska. Þá var það fátækt bændaland, sem orðið hafði um 100 ár aftur úr í auðvaldsþróuninni. Marx 4
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.